fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fastir pennarFókus

Stóru brjóstin og heróínlúkkið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. desember 2020 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta Bodkast þættinum, hlaðvarpi um líkamsvirðingu, er farið yfir aðferðir sem hægt að nýta til að efla jákvæða líkamsímynd. Þátturinn er heldur óhefðbundinn þar sem hann er í þremur hlutum og farið er í gegnum námskeið sem efla á jákvæða líkamsímynd. Tengill á fyrsta hluta þáttarins má nálgast hér neðst. 

Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og önnur umsjónarkona Bodkastsins, skrifar:

Elva Björk. Mynd/Valli

 Þegar ég var 19 ára ákvað ég að fara í brjóstaminnkun. Ég hafði verið með ágætlega stór brjóst og þau höfðu einhver áhrif á mig líkamlega en þó aðallega andlega. Ég man að ég ýkti neikvæðu áhrif þungu brjóstanna á axlirnar til að fá að komast í aðgerð en var aðallega að láta minnka þau útlitsins vegna. Það þótti nefnilega ekkert svakalega flott að vera með stór brjóst á þessum tíma.

Í dag myndu þessi brjóst eflaust ekkert vekja mikla athygli, en útlitstískan í kringum 1995-1999 var öðruvísi en hún er í dag, þá var eftirsóknarvert fyrir konur að vera mjög grannar og kallaðist útlitið því hræðilega nafni, heróínlúkkið. Stelpur vildu þá vera svo grannar að þær hreinlega litu út fyrir að vera veikar. Stór brjóst, rass og mjaðmir voru svo sannarlega ekki partur af heróínlúkkinu. Þannig að stóru brjóstin mín voru ekki í tískunni (en voru komin í tísku örfáum árum seinna, já og svo aftur úr tísku nokkrum árum eftir það).

Margir höfðu skoðun á brjóstum mínum, aðallega ungir strákar. Það var flautað á eftir mér á götum úti, einn og einn hafði orð á því að ég væri með stór brjóst og margir gátu ekki sleppt því að stara þó nokkuð neðar en í augu mín þegar við ræddum saman.

Allar athugasemdirnar, störurna og flautin voru auðvitað algjörlega óásættanleg! Og ættu alls ekki að vera eðlilegur partur af lífi unglingsstelpu en þau voru það hjá mér og mig grunar að margar aðrar stúlkur og konur hafi frá svipaðri reynslu að segja.

Neikvæð umræða um útlit á heimilinu getur haft mótandi áhrif á líkamsmyndina

Óánægja með eigið útlit og holdafar er algeng. Við mótum hugmyndir okkar um líkamann og útlit út frá reynslu okkar og samskipti við annað fólk t.d eftir að hafa lent í útlitsstríðni, fengið hrós í tengslum við útlit, upplifað neikvæða umræða á heimilinu, til dæmis ef foreldrar okkar eru sífellt að gagnrýna aðra fyrir að fitna, þá hefur það áhrif á skoðun okkar á því að fitna, sem hefur síðan bein áhrif á okkar eigin líkamsmynd og líðan. Einnig getur mikil umræða um útlit annar og holdafar ýtt undir þá þróun að útlit fer að hafa meira vægi en það þarf og skipta meira máli en margt annað í okkar fari.

Ýmsir þættir hafa áhrif á líkamsmynd okkar. En oft er um afmörkuð atvik að ræða þegar kemur að mótunarþáttum líkamsmyndarinnar,  einhver sem hefur sagt eitthvað neikvætt um útlit okkar. Svona athugasemdir geta haft mikil áhrif á okkur. Við erum auðvitað misviðkvæm fyrir þeim, en fyrir marga geta þessar athugsemdir haft gríðarlega mikil áhrif á þá skoðun sem við fáum um okkar eigið útlit. Við förum jafnvel að leyfa þessum neikvæðu hugmyndum að hafa meira vægi en þeim jákvæðu og hundsum eða gerum lítið úr jákvæðum atvikum.

„Okkar neikvæða líkamsmynd verður að áttavita okkar í lífinu“

Reynsla okkar og samskipti við aðra getur haft þau áhrif að hugmyndir okkar um okkur sjálf og útlit okkar geta verið rökréttar og jákvæðar en einnig neikvæðar og órökréttar. Þessar hugmyndir hafa áhrif á hversdagslegu hugsanir okkar, þær verða að einskonar áttavita í okkar í lífi þ.e. við ósjálfrátt leitum að sönnunum fyrir þessum hugmyndum sem við höfum fyrir. Þetta hefur því áhrif á hvernig við túlkum hluti. Ef við höfum almennt góða trú á fólki og teljum að flest allir séu góðir þá er erum við líklegri til að taka eftir og muna eftir góðum hlutum og hundsum eða gerum lítið úr því þegar eitthvað neikvætt gerist eða teljum þetta neikvæða vera undantekningin frekar en regla í lífinu.

En ef við höfum myndað með okkur neikvæða sýn á fólk þá erum við líklegri til að taka eftir því neikvæða og hundsa eða gera lítið úr því jákvæða. Við erum því sífellt að staðfesta okkar eigin neikvæðu hugmynd.

Ef við höfum óraunhæfa hugmynd um útlit okkar og órökrétta sýn á okkur sjálf þá, tökum við meira eftir neikvæðum hlutum í okkar garð. Okkar neikvæða líkamsmynd verður að áttavita okkar í lífinu. Við tökum frekar eftir neikvæðum hlutum, túlkum frekar atburði á neikvæðan máta og túlkum til dæmis hlutlausa hluti á neikvæðari máta.

Fyrir mér var öll athyglin sem brjóstin mín fengu neikvæð. Í fyrsta lagi var ég bara unglingur og því algjörlega rökrétt að vilja ekki slíka athygli. En það sem meira var, var að mín neikvæða hugmynd um brjóstin mín hafði áhrif á hvernig ég túlkaði það sem fólk sagði. Hlutlausar athugasemdir og jafnvel jákvæðar voru túlkuð sem stríðni, kaldhæðni eða eitthvað allt annað en þær voru.

Athugasemdir eins og „þessi peysa fer þér vel“ var túlkuð á þann máta að hún hlyti þá að fela brjóstin svona vel. Hrós voru túlkuð sem kaldhæðnisleg grín og flaut úti á götu (ok.. aldrei í lagi.. en samt) voru ALLTAF túlkuð sem kaldhæðnisleg. Ég sá aldrei að mögulega væri einhver að reyna að slá mér gullhamra eða að segja eitthvað fallegt um mig, af því áttavitinn minn var rangur. Ég var sjálf með neikvæða og órökrétta sýn á mitt eigið útlit og gat því ekki ímyndað mér að einhver annar sæi mig á annan máta. Ég túlkaði hluti á þann veg sem ég kunni og þekkti og staðfesti ítrekað fyrir sjálfri mér að ég hlyti að lita illa út.

Hugsanaskekkjur og týndi millivegurinn

Við getum við með ýmiskonar hugsanaskekkjur vegna þessarar neikvæðu líkamsmyndar.

Algeng hugsanaskekkja er að hugsa á ýktan máta eða í svona allt eða ekkert hugsanastíl eða svart hvítum hugsanastíl. Það vantar þá einhvers konar milliveg í hugsanahættinum, við hugsum í öfgum. Til dæmis ef ég hef þá hugmynd um að ég sé ekki myndaleg þá hlýt ég að vera ljót. Það vantar stóra gráa svæðið eða milliveginn.

Önnur algeng hugsanaskekkja er að alhæfa. Til dæmis þegar einhver einn hefur ákveðna skoðun á okkur þá hlýtur öllum að finnast það sama. Ef einhver einn nefnir að ég sé með ljót brjóst þá finnst öllum heiminum það líka. Engin undantekning.

Að lokum þá eigum við það líka til að lesa hugsanir. Við gefum okkur hvað aðrir eru að hugsa og spá. Ef einhver leit á brjóstin mín þá var viðkomandi án efa að hugsa eitthvað neikvætt. Ég yfirfærði mínar neikvæðu og órökréttu hugmyndir um útlit mitt yfir á aðra.

Það að hafa neikvæða hugmynd um eigið útlit og að gefa útlitinu mikið vægi getur haft slæm áhrif á líðan fólks og heilsu. Í nýjasta Bodkast þættinum er farið í aðferðir sem hægt að nýta til að efla jákvæða líkamsímynd. Þátturinn er heldur óhefðbundinn þar sem hann er í þremur hlutum og farið er í gegnum námskeið sem efla á jákvæða líkamsímynd. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlisfræði úr sálfræðinni. Einnig er hægt að nálgast námskeiðið með glærum á Youtube, sjá hér að neðan.

 

Uppfært 30. desember kl 20:00:
Pistillin hefur vakið slíka athygli Elva Björk og Sólrún Ósk ákváðu að gera sérstakan þátt þar sem þær fjalla um efni hans. Hér má hlusta á nýja þáttinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar

OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frændinn komst að framhjáhaldinu og hjásvæfan er ólétt – „Borgin okkar er lítil“

Frændinn komst að framhjáhaldinu og hjásvæfan er ólétt – „Borgin okkar er lítil“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 staðreyndir um Meghan Markle sem þú vissir ekki – Leyndur hæfileiki

8 staðreyndir um Meghan Markle sem þú vissir ekki – Leyndur hæfileiki
FókusViðtalið
Fyrir 2 dögum

Anna Svava um móðurhlutverkið – Ég set þau helst ekki í pössun

Anna Svava um móðurhlutverkið – Ég set þau helst ekki í pössun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á í OnlyFans umræðunni – Svarar fyrir sig og brotnar niður – Landsþekktar konur blanda sér í málið

Hart tekist á í OnlyFans umræðunni – Svarar fyrir sig og brotnar niður – Landsþekktar konur blanda sér í málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Uppgötvaði kynferðislegt myndband af sjálfum sér fyrir tilviljun – Notað til að plata fólk á vinsælum samfélagsmiðli

Uppgötvaði kynferðislegt myndband af sjálfum sér fyrir tilviljun – Notað til að plata fólk á vinsælum samfélagsmiðli