fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni- Fréttabréf Þórðar Snæs til marks um takmarkaða pólitíska eftirspurn

Eyjan
Föstudaginn 20. september 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, fyrrum ritstjóri Heimildarinnar, tilkynnti í vikunni að hann hygðist skrifa fréttabréf og birta vikulega. Fyrsta slíka bréfið birtist nú í morgunsárið og þar tekur Þórður Snær upp þráðinn í samfélagsrýni með sinni hefðbundnu pólitísku slagsíðu.  Um leið hófst pískur um að útgáfa fréttabréfsins sé til marks um það að áhugaverðari tilboð um atvinnu á pólitískum vettvangi hafi ekki staðið til boða eftir uppgjörið á Heimildinni fyrr í sumar sem varð til þess að honum var ýtt út úr ritstjórastóli.

Orðið á götunni er að Þórður Snær hafi látið vita af sér hjá ýmsum stjórnmálaflokkum og boðist til að taka öruggt sæti á listum þeirra í komandi kosningum. Fyrst hafi verið leitað hófanna hjá Samfylkingunni sem þarf að manna mörg þingsæti, verði úrslit kosninganna í líkingu við allar skoðanakannanir í meira en heilt ár. Mikill straumur áhugasamra hefur verið til forystumanna Samfylkingarinnar um nokkurt skeið.

Margir vilja nú tryggja sér öruggt far með flokknum ef fram heldur sem horfir. Forysta flokksins hefur unnið að því í marga mánuði að stilla upp sigurstranglegum framboðslistum í öllum kjördæmum. Það starf mun ganga mjög vel. Ekki mun vera eftirspurn eftir Þórði Snæ á þá lista en hermt er að Samfylkingarfólk telji að hann tilheyri frekar Vinstri grænum en miðjuflokkum.

Orðið á götunni er að Þórður hafi einnig rætt við forystu Pírata um hið sama en ekki vakið áhuga. Flokkur fólksins mun heldur alls ekki vera spenntur fyrir Þórði Snæ enda ætla allir helstu þingmenn þess flokks að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.

Orðið á götunni er að einn af velunnurum Þórðar Snæs hafi talað mjög fyrir því í þeim flokki sem hann styður með ráðum og dáð að Þórði Snæ verði boðið ráðgjafastarf á þeim vettvangi. Svo virðist sem það hafi heldur ekki gengið upp.

Orðið á götunni er því að mun meira framboð sé af Þórði Snæ Júlíussyni á pólitískum vettvangi en eftirspurn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hlutabréfaverð í Icelandair rýkur upp eftir tíðindi dagsins

Hlutabréfaverð í Icelandair rýkur upp eftir tíðindi dagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Daði Már Kristófersson: Ríkissjóð þarf að reka með afgangi – áföll munu ríða yfir

Daði Már Kristófersson: Ríkissjóð þarf að reka með afgangi – áföll munu ríða yfir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Já Takk – Tími til kominn að standa með fötluðu fólki

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Já Takk – Tími til kominn að standa með fötluðu fólki
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Veisla hjá Viðreisn

Thomas Möller skrifar: Veisla hjá Viðreisn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guy Verhofstadt: Evrópa þarf að þjappa sér betur saman og byggja upp hernaðarmátt í gerbreyttri heimsskipan

Guy Verhofstadt: Evrópa þarf að þjappa sér betur saman og byggja upp hernaðarmátt í gerbreyttri heimsskipan