Baldur Þórhallsson er í þriðja sæti en fylgi hans mælist 20,4% og er ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi hans og Katrínar. Jón Gnarr er í fjórða sæti en fylgi hans mælist 14,7%.
Morgunblaðið bendir á að könnunin hafi staðið yfir þar til í gær en sárafá svör hafi borist um helgina. Niðurstaðan endurspegli því skoðanir fólks fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn.
Lítil breyting varð á fylgi annarra frambjóðenda nema hvað fylgi Höllu Tómasdóttur fór upp í 5,1% og fylgi Arnars Þórs Jónssonar upp í 4,3%.