fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Eyjan
Fimmtudaginn 2. maí 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði horfði andaktugur á þátt í Ríkissjónvarpinu að kvöldi baráttudags verkalýðsins um kennaraverkföll undangenginna áratuga og áhrif svonefndar þjóðarsáttar árið 1990 á kjaramálaumræðu.

Margt forvitnilegt kom þar fram og upp rifjaðist ýmislegt sem snjóað hefur yfir í minni Svarthöfða í áranna rás.

Sérstaka athygli og uppljómun vöktu minningar Ólafs Ragnars Grímssonar í tengslum við þjóðarsáttina árið 1990.

„Það hefur auðvitað margt verið sagt um þjóðarsáttina“, sagði Ólafur í þættinum. „Fæst af því er á réttu róli hvað snertir uppruna hennar og hvernig hún verður til.“

Í framhaldinu rekur Ólafur svo ríkulegan þátt sinn í að hún varð að veruleika og sá Svarthöfði ekki betur en að það rynni sögumanni til ryfja hversu illa menn muna eftir hans þætti í þessum merkasta kjarasamningi síðari áratuga þótt hann hafi fært fram einhverjar skýringar á því.

Undanfarið hefur verið nokkuð á það bent að forystumenn í bandarískum stjórnmálum standi hallandi fæti að andlegu atgerfi og heldur sígi þar á ógæfuhlið.

Ólafur Ragnar er sannarlega á svipuðu reki hvað aldur snertir en ekki fæst betur séð en að minni hans batni fremur með árunum og nú svo komið að hann man atburði sem engin annar man að hafi gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
01.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
31.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
26.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
25.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!