fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Hlaðvarp vikunnar: Hnignun Bandaríkjanna hófst líklega fyrir meira en hálfri öld

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 16. mars 2024 08:00

Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ríki heims hafa farið í það að þynna gullpeningana, jafnvel þar til í þeim finnst ekkert gull, hefur það verið upphafið að endalokum þeirra ríkja. Í samtímanum er seðlaprentun umfram verðmætasköpun ígildi þess að þynna gullpeninga. Margt bendir til þess að hnignunarskeið Bandaríkjanna sé hafið, hafi jafnvel hafist fyrir meira en hálfri öld. Kjartan Ragnars, regluvörður Myntkaupa, segir mikilvægt fyrir ríki að vera með harðan gjaldmiðil. Gullið var það og getur verið það en er óhentugt í þeim flókna heimi sem við búum í. Þar getur komið til kasta bitcoin. Kjartan er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 2.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kjartan Ragnars - 2.mp4

„Þau samfélög, bara ef við skoðum menningarsöguna, sem hafa blómstrað hvað mest, gera það þegar gullið er ráðandi sem peningur og það er ekki verið að hrófla við gullinu. Ef við tökum Vest-rómverska ríkið þá er talað um að það hafi hrunið þegar það var í endalausum stríðsrekstri við Germanina og Barbarana,“ segir Kjartan.

Hann segist kominn á þá skoðun að það sem fellir ríki sé þegar þensla hins opinbera eykst mikið, og stríðsbrölt eykst mikið, þá verði svo mikill skortur á peningum og takmarkað magn sé til af gulli að stjórnvöld byrji smám saman að þynna gullpeningana og hjá Rómverjum hafi þetta endað með því að ekkert gull var eftir í „gullpeningunum“. Tveimur öldum síðar hafi ríkið verið farið. Svipaða sögu hafi mátt segja um Aust-rómverska ríkið.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann nefnir Bandaríkin sem dæmi, en þau afnámu gullfót dollarans 1971. Það hafi tekið Vest-rómverska ríkið 200 ár að falla eftir að farið var að þynna peningana. Nú séu liðin 50 ár frá því Bandaríkin fóru af gullfæti og færa megi rök fyrir því að ekki hafi gengið sérstaklega vel síðan þá. „Hvar standa þeir í dag? Skuldir ríkisins eru 34 trilljónir dollara, vaxtabyrði af þessum skuldum er trilljón dollarar á ári.“

Hann segist því miður, eins mikið og hann sé hrifinn af Bandaríkjunum, að erfitt sé að sjá ekki teikn á lofti um að hnignun þeirra sé hafin. Hann bendir á að þegar um sé að ræða harðan gjaldmiðil þá vaxi hann ekki að verðgildi nema verðmætasköpun eigi sér stað í hagkerfinu. Og ef allir haldi að sér höndum aukist engin verðmætasköpun.

„Ég held að þú getir ekki stjórnað þessu með höndunum eins og verið er að gera í seðlabönkum nútímans. Þú verður að vera með pening og það væri hægt að vera með gullið, nema því miður held ég að það gangi engan veginn upp í þeim flókna heimi sem er í dag.“

En ef þú horfir á bitcoin, 1.400 milljarðar dollara, þetta er náttúrlega dropi í hafið.

„Algerlega, hundrað prósent, þar kemurðu inn á þegar fólk segir: „Er ég ekki allt of seinn í þetta, þetta er orðið svo stórt?“ En fólk fattar ekki hvað bitcoin er enn þá rosalega lítið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben
Hide picture