fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Ný könnun um fylgi flokka – Breyttar áherslur Samfylkingarinnar í innflytjendamálum virðast falla kjósendum vel í geð

Eyjan
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 14:13

Kristrún Frostadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig fylgi í mánaðarlegri könnun Maskínu á fylgi íslenskra stjórnmálaflokka. Fylgi Samfylkingarinnar hækkar um 1,5 prósent, fer úr 25,7% og í 27,2% og er flokkurinn því áfram sá langstærsti á landinu.

Könnun var gerð dagana 7. til 27. febrúar 2024 og voru svarendur 1.706 talsins. Segja má að tíðindin könnunarinnar felist í áframhaldandi velgengi Samfylkingarinnar  en þann 10. febrúar birtist athyglisvert viðtal við Kristrún Frostadóttur, formanns flokksins,  þar sem hún boðaði nýjar áherslur í innflytjendamálum. Sú afstaða virðist því ekki hafa fælt kjósendur frá flokknum, heldur þvert á móti.

Stuðningur við ríkisstjórnina áfram lítill

Stuðningur við ríkisstjórnina er áfram aðeins 33 prósent.  Sjálfstæðisflokkurinn er áfram næststærsti flokkur landsins en fylgi hans hækkar um 1,8 prósent, úr 16,6 prósentum og í 18,4 prósent. Framsóknarflokkurinn tapar sama fylgi, 1,8 prósentum, og fer úr 10,3 prósentu og niður í 8,5 prósent fylgi. Vinstri grænir standa nánast í stað, eru með 5,9 prósent fylgi en voru með 5,7 prósent í síðasta mánuði.

Miðflokkurinn tapar aðeins fylgi en er þó enn þriðji stærsti flokkur landsins. Flokkurinn mælist með 11,2 prósent fylgi en var með 11,8 prósent í síðasta mánuði.  Viðreisn tapar talsverðu fylgi eða 2,5 prósentustigum. Flokkurinn var með 11,7 prósent fylgi í síðasta mánuði en mælist nú með 9,2 prósent. Þá bæta Píratar aðeins við sig eru með 9% fylgi samanborið við 7,6% í janúar.

Flokkur fólksins, 6,4%, og Sósíalistaflokkurinn, 4,3%, standa nánast í stað í könnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember