fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýja vinstrið

Eyjan
Laugardaginn 19. ágúst 2023 07:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok mars 1949 fjölmennti fólk niður á Austurvöll til að mótmæla inngöngu Íslands í Nató. Mamma var með mig í rauðum barnavagni og saman flúðum við undan  táragassprengjum lögreglunnar gegnum miðbæinn. Ég átti eftir að taka þátt í mörgum mótmælaaðgerðum gegn her í landi, Víetnamstríðinu og Nató. Þessi mótmæli voru venjulega að frumkvæði vinstri flokkanna og einkenndust af mikilli þjóðerniskennd. Gengið var undir blaktandi íslenskum fánum og ættjarðarsöngvum. Mörg helstu skáld þjóðarinnar lögðu sitt af mörkum og ortu eldheit kvæði eða skrifuðu um erlenda íhlutun á Íslandi. Í verkum Halldórs Laxness og fleiri er endurtekið stef að aldrei megi selja landið. Barist var gegn Kanasjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli vegna þess að íslenskri menningu stafaði hætta af einhliða amerísku sjónvarpsefni. Stofnaður var sérstakur stjórnmálaflokkur, Þjóðvarnarflokkurinn til varnar íslensku þjóðerni.

Vinstri flokkarnir með Alþýðubandalagið í broddi fylkingar voru málsvarar eindreginnar þjóðernishyggju en hægri flokkarnir voru meðmæltir aukinni samvinnu við erlend ríki. Þeir voru kallaðir landráðaflokkar enda var sagt að þeir vildu afhenda landið útlendingum.

Allt er í heiminum hverfult. Nú hefur þetta snúist við og vinstri flokkarnir Samfylking og VG kenna sig við alþjóðahyggju og fjölmenningu og saka andstæðinga sína um rasisma. Þjóðerniskennd og ættjarðarást eru orðin skammaryrði sem fæstir taka sér í munn. Sautjándi júní fellur í skuggann af Menningarnótt og Hinsegin dögum hjá vinstri meirihlutanum í Reykjavík. Málvöndunarmenn eru hafðir að háði og spotti á netmiðlum.

Enginn óttast lengur að landið verði selt. Það fæst gefins í boði sömu stjórnmálamanna. Skelfingar ósköp hefðu Jóhannes úr Kötlum og Guðmundur Böðvarsson átt erfitt með að staðsetja sig á þessu nýja pólitíska landakorti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Lögfræðingar og lögfræðiálit

Óttar Guðmundsson skrifar: Lögfræðingar og lögfræðiálit
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja

Steinunn Ólína skrifar: Með kveðju til allra sem syrgja
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!

Steinunn Ólína skrifar: Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
07.09.2024

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður

Eiríkur Bergmann: Stjórnmálaflokkarnir eiga ekkert fastafylgi lengur – fólk samsvarar sig ekki flokkunum eins og áður
EyjanFastir pennar
01.09.2024

Björn Jón skrifar – Ríkisstjórn á endastöð

Björn Jón skrifar – Ríkisstjórn á endastöð
EyjanFastir pennar
01.09.2024

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn
EyjanFastir pennar
29.08.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Loðna hlið samgöngusáttmálans

Þorsteinn Pálsson skrifar: Loðna hlið samgöngusáttmálans
EyjanFastir pennar
25.08.2024

Björn Jón skrifar: Hinn ærandi skarkali

Björn Jón skrifar: Hinn ærandi skarkali