fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Lindarhvolsmálið: Taumlaust örlæti fjármálaráðuneytisins við Steinar Þór Guðgeirsson

Ólafur Arnarson
Föstudaginn 7. júlí 2023 14:00

Ráðuneyti Bjarna Ben virðist hafa tröllatrú á Steinari Þór Guðgeirssyni þrátt fyrir harða gagnrýni á störf hans í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðuneytið virðist hafa fært Steinari Þór Guðgeirssyni lögmanni áskrift að fjármunum almennings, jafnvel eftir að fjármálaráðherra fékk greinargerð Sigurðar Þórðarsonar senda og vissi því um handarbakavinnubrögð hans við rekstur Lindarhvols og sölu ríkiseigna.

Fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar virðist þannig hafa óbilandi álit á Steinari Þór sem var allt í öllu hjá Lindarhvoli, eins og Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi orðaði það úr vitnastúku við aðalmeðferð Lindarhvolsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar.

Greinargerð Sigurðar um starfsemi Lindarhvols er nú komin fram í dagsljósið þrátt fyrir hatramma baráttu fjármálaráðherra, forseta Alþingis og núverandi og fyrrverandi ríkisendurskoðanda sem beittu ýmsum misgáfulegum rökum fyrir því að leynd skyldi ríkja um hana. Nú blasir við þingmönnum og öllum almenningi að raunveruleg ástæða þess að þeir vildu ekki birta greinargerðina er sú að efni hennar afhjúpar vanrækslu af hálfu allra þeirra sem ábyrgð báru á Lindarhvoli og vinnubrögðum þar – vanrækslu sem virðist hafa kosta íslenska ríkið háar fjárhæðir, sem jafnvel geta hlaupið á mörgum milljörðum.

Þessar upplýsingar hefur Bjarni Benediktsson haft frá því í júlí 2018.

Engu að síður hefur ráðuneyti hans verðlaunað Steinar Þór með nýjum verkefnum og lítið sem ekkert eftirlit virðist vera með vinnu hans af hálfu ráðuneytisins.

Steinar Þór var ráðinn án útboðs sem ráðgjafi vegna kaupa Ríkisins á Auðkenni. Í verksamningi kemur fram að verkefnið á að taka 100-150 tíma. Þetta verkefni endaði hins vegar í 400 vinnustundum án þess að Steinar Þór hafi skilað tímaskýrslum til ráðuneytisins, eins og kvað á um í samningnum, samkvæmt upplýsingum þaðan.

Þá hefur Steinar Þór unnið fyrir fjármálaráðuneytið vegna kaupa þess á hlut Landsvirkjunar í Landsneti.

Þá hefur Steinar Þór um langt árabil unnið margvísleg verkefni fyrir Seðlabanka Íslands en þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hafur Seðlabankinn ekki veitt upplýsingar um umfang þeirra greiðslna sem runnið hafa til hans vegna vinnu fyrir bankann og Eignasafn Seðlabanka Íslands.

220 milljónir greiddar án tímaskýrslna

Frá árinu 2016 hafa Íslög, lítil lögfræðistofa Steinars Þórs Guðgeirssonar, fengið greiddar að minnsta kosti 220 milljónir, auk virðisaukaskatts, frá fjármálaráðuneytinu og dótturfélagi þess, Lindarhvoli ehf. Verksamningar hafa kveðið skýrt á um að reikningum skuli fylgja tímaskýrslur. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu hefur því ákvæði verksamninga ekki verið fylgt eftir og því hafi það engar tímaskýrslur undir höndum.

Steinar Þór Guðgeirsson er enn í vinnu fyrir þessa aðila og skrifar reglulega reikninga sem alla vega fjármálaráðuneytið greiðir athugasemdalaust án þess að fylgjast með umfangi vinnu hans. Ríkisendurskoðendurnir Skúli Eggert Þórðarson og Guðmundur Björgvin Helgason virðast ekkert sjá athugavert við þessar greiðslur ráðuneytisins, þrátt fyrir að samningsbundin fylgigögn með reikningum vanti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar