fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Eyjan

Þórdís Kolbrún: Fjölskyldan er minn griðastaður – líður best í joggingbuxum að henda í þvottavél og baka pönnukökur

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 24. desember 2023 06:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálaráðherra líður best í faðmi fjölskyldunnar, vill helst vera á joggingbuxum að henda í þvottavél og baka pönnukökur, eða fara í sund með fjölskyldunni. Hún lítur á það sem tímabundið tækifæri til að láta gott af sér leiða í stjórnmálum segir eiginmann sinn vera einstakan mann, gæddan þolinmæði og yfirvegun, hún og börnin séu ótrúlega heppin. Hún segir marga færa meiri fórnir en hún og er þakklát fyrir að hafa umboð til að sinna sínum verkum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar nú um jólin.

Eyjan - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - 3.mp4

Ég hugsa stundum, við náttúrlega gerum það öll á einhvern hátt, við þurfum að forgangsraða og færum fórnir,“ segir Þórdís Kolbrún. „Það er fullt af fólki sem færir miklu meiri fórnir en ég. Það er fólk sem leggur allt á sig og nær samt ekki endum saman eða sinnir störfum sem það hefur kannski enga ánægju af og uppfylla það ekki að drífa fólk áfram af tilgangi eða erindi. En auðvitað er það þannig, og ég vil alltaf að það sé mjög skýrt hversu þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og að hafa umboð til að sinna þessum verkefnum. Mig hefði ekki dreymt um það sem unglingur uppi á Skaga sem hafði skoðanir á ýmsu að ég fengi tækifæri til þess að vinna þessa vinnu.“

Þú færð tækifærið mjög ung.

Já, ég geri það. Ég byrja að vinna fyrir þingflokkinn 2013 þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir treysti mér í það verkefni og svo treysti Ólöf Nordal mér fyrir því að verða aðstoðarmaður og svo ákvað ég að fara í framboð. Ég var búin að vera á lista en þarna var ég að óska eftir þingsæti, 2016. Ég hef nú bara alltaf lagt áherslu á að það eigi enginn að þurfa að sjá eftir því að hafa veitt mér einhver tækifæri,“ segir Þórdís Kolbrún. „Ég bara sinni mínu og geri það almennilega. Svo getur fólk haft sínar skoðanir á því hvernig það er gert svo ég komi bara hreint fram fyrir hvað ég stend og af hverju ég er að þessu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hún segir allt haldast í hendur og hlutir hafi áhrif. „Dóttir mín var þriggja mánaða þegar ég varð ráðherra, ég átti hana 10 dögum fyrir kosningarnar. Hún er núna komin í 2. bekk þannig að tíminn líður og mánuðirnir fjúka. Friðhelgi mín og griðastaðurinn minn er fjölskyldan. Þannig næ ég að halda báðum fótum á jörðinni.“

Það er mikilvægt er það ekki, að eiga griðastað?

Það er bara algert lykilatriði. Auðvitað finnur fólk sitt jafnvægi með mismunandi hætti en fyrir mér er það bara einhvern veginn að vera heima á joggingbuxum að henda í þvottavél og baka pönnukökur, og fara í sund með fjölskyldunni. Ég er gift algerlega einstökum manni, þolinmæðin og yfirvegunin einhvern veginn, og bara, hann er svo geggjaður. Og að börnin mín eigi svona pabba, þau eru alveg ótrúlega heppin og ég líka,“ segir Þórdís Kolbrún og brosið er einlægt.

Ég vil að það sé skýrt að ég lít á þetta sem tímabundið tækifæri til þess að láta gott af mér leiða. Hingað til hef ég bara talað um þá hlið en auðvitað tekur þetta sinn toll. Það eru hlutir við þetta starf, þetta er ekki allt eftirsóknarvert,“ segir hún og leggur áherslu á orð sín, „það eru hlutir við þetta starf sem ég væri alveg til í að sleppa við en það er ekki þannig, þetta er bara pakki. Og, aftur, af því mér finnst samanburðurinn skipta máli og að setja hlutina í samhengi, þá eru alveg lönd í kringum okkur þar sem ég myndi ekkert endilega leggja í að vera stjórnmálamaður. Ég er ekki viss um að það sé mjög eftirsóknarvert að vera ráðherra í Bretlandi að teknu tilliti til umfjöllunar til dæmis. En hér, þá finnst mér þetta vera einhvers konar borgaraleg skylda. Ég hef stundum grínast með það að ég veit ekki einu sinni hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, og ég meina það ekki til að tala niður til mín heldur er það þannig að ég get verið í stjórnmálum í 15 ár og ég er samt bara, hvað, 45 ára,“ segir hún og brosir.

Ég er búin að vera ráðherra í sjö ár í fjörum ráðuneytum, og ég er bara 36 ára, og svo finnur maður sér bara sinn stað til að hafa áhrif og breyta heiminum. Stjórnmál eru mjög góð leið til að gera það en það eru líka aðrar leiðir til að gera það. En á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa og á meðan fólk treystir mér til að sinna þessu þá er ég tilbúin að gera það með öllu sem því fylgir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Hide picture