fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Eyjan

Vill að kennaraforystan horfi út fyrir naflann á sér – fleira skiptir máli en bara kennarinn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. desember 2023 12:07

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir kennaraforystuna einblína um of á þátt kennara, eins mikilvægur og hann sé, varðandi gæði skólastarfs hér á landi og saknar þess að forystan leggist ekki á árar með bókaútgefendum til að tryggja að námsbókaútgáfa og námsefni nýti m.a. tækni sem getur hjálpað mjög nemendum sem standa höllum fæti. Hann segir íslensk námstæknifyrirtæki koma að lokuðum dyrum hér á landi á meðan þau selji hugbúnað sinn um víða veröld. Þessu verði að breyta. Annars staðar á Norðurlöndunum eru námsbækur allt að 25 prósent af bókaútgáfu. Heiðar Ingi er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Heiðar Ingi Svansson - 3.mp4
play-sharp-fill

Heiðar Ingi Svansson - 3.mp4

„Staðreyndin er sú að á Norðurlöndunum í kringum okkur þá er svona ca. 20-25 prósent af heildarmarkaði útgefenda námsbókaútgáfa. Þar gilda ekki sömu lögmál. Það er ríkið sem er kaupandinn, ef ríkið skaffar námsgögn fyrir börnin þá er það ríkið sem er kaupandinn. Það er ríkis sem setur leikreglurnar,“ segir Heiðar Ingi og bætir því við að þar geti ríkið verið með síur og gert kröfur hvort sem það er á útgefendur eða aðra aðila um að námsefni þurfi að uppfylla tiltekna gæða staðla. „Það er ekkert mál að stýra þessum markaði þannig að hann virki og ekki sé verið að kenna eitthvað sem ekki uppfyllir kröfur. Það er hins vegar hugsanaskekkja, og ég veit ekki almennilega hvaðan hún kemur, að halda að hægt sé að taka námsgögn út fyrir sviga, eins og hefur verið gert undanfarið, og segja að námsgögn séu ekki hluti af gæðastjórnun í námi.“

Heiðar Ingi segist ekki vita hverju það sæti, en að einhverju leyti hafi kennaraforystan lagt áherslu á að kennarinn sé eini hlekkurinn í keðjunni. Hann segist skilja að mikilvægt sé að kennarinn hafi frelsi til að velja. „Nú verðum við bara að hætta að karpa um keisarans skegg. Hér er vandamál og að sjálfsögðu kallar þetta á að við gerum kerfisbreytingu. Það verður ekki gert á einni nóttu og það verður ekki gert með einhverjum drastískum hætti. Það þarf að gera mjög ígrundað, það þarf að opna þennan markað.“

Hann bendir á að til séu menntatæknifyrirtæki sem hafi verið að þróa mjög öflugan hugbúnað t.d. til að kenna ungum drengjum stærðfræði. „Markaðurinn fyrir þessi fyrirtæki er erlendis. Þau starfa öll á erlendum markaði. Markaðurinn hér er lokaður fyrir þessi íslensku fyrirtæki. Stærsta námstæknisýning í heimi heitir Bett og er í London á hverju ári. Ég var þar nú síðast í mars og þar hitti ég íslenskt fyrirtæki sem var að kynna fyrir mér þann fjölda landa sem þeir voru að selja sinn hugbúnað til. Ísland? Jú, þeim hefur tekist að selja þennan hugbúnað í gegnum sveitarfélögin, í gegnum einhverjar hjáleiðir. En þessi frábæri hugbúnaður, er hann að hjálpa drengjum á Íslandi að læra stærðfræði? Nei!

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún komin með nóg af bókhaldslykla-kraðaki og segir að borgin eigi ekki að rannsaka sig sjálf í umdeildu málunum

Kolbrún komin með nóg af bókhaldslykla-kraðaki og segir að borgin eigi ekki að rannsaka sig sjálf í umdeildu málunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra
Hide picture