fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Segir skólafólk sem vinnur með skóla verðskulda meiri virðingu en ráðherra sem neitar að axla ábyrgð

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 14. október 2023 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson segir afleysingastarfsfólk í Bónus verðskulda virðingu fyrir störf sín sem sé meira en hægt sé að segja um núverandi ráðamenn íslensku þjóðarinnar, en almennt er afleysingafólk í Bónus ungt fólk sem vinnur með skóla. Hann segir stjórnarsamstarfið vera orðinn ófyndinn farsa sem enginn vilji sjá en allir séu skikkaðir til að borga sig inn á.

Bjarni Benediktsson er ráðherrann sem sagði af sér án þess að segja af sér. Hann hrökklaðist í dag úr fjármálaráðuneytinu eftir að Umboðsmaður Alþingis lýsti hann vanhæfan, hann hafi framið afglöp í starfi sem gerðu það að verkum að hann varð að yfirgefa fjármálaráðuneytið,“ skrifar Ólafur í nýjasta Náttfarapistli sínum á Hringbraut.

Hann segir Bjarna hafa sett á svið vel æft leikrit með afsögn sinni, leikið fórnarlamb og sagst vera miður sín, jafnframt því sem hann fullyrti að alger óvissa ríkti um framtíð hans í stjórnmálum. Auðmýktin hafi staðið yfir part úr degi og síðan hafi verið haldið áfram með leikritið sem hafi algerlega fyrirsjáanlega endað með einföldum stólaskiptum Bjarna og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Engin pólitísk ábyrgð hafi verið öxluð.

Ólafur vitnar í Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus, sem lýsti aðferð Sjálfstæðisflokksins við réttlætingu stólaskiptanna þannig að þetta líkist því að ökumaður Benz missi ökuréttindi vegna ölvunaraksturs en telji sig áfram hafa heimild til að aka Skoda. „Bjarni ákvað að víkja úr fjármálaráðuneytinu en gerði samt lítið úr áfellisdómi Umboðsmanns. Hann hefur einnig sagt að ótækt væri að formaður eins stjórnarflokksins sæti ekki í ríkisstjórn. Það er alveg hægt að taka undir þá skoðun. Þess vegna átti Bjarni Benediktsson einnig að víkja sem formaður flokksins og þá hefði varaformaðurinn tekið við. Til þess eru varaformenn að taka við sé formaður af einhverjum sökum ófær um að gegna starfi sínu.“

Ólafur segir Bjarna hafa ákveðið að láta valdhrokann ráða för, ekki í fyrsta sinn á sínum ferli, og fært sig vanhæfur úr einu ráðuneyti yfir í annað eins og ekkert hafi í skorist. Fyrir liggi að samkvæmt skoðanakönnun vilja 70 prósent kjósenda að hann hverfi alveg úr ríkisstjórninni. „Og svo mikil er andúðin í garð Bjarna að 24 prósent sjálfstæðismanna vilja samkvæmt sömu könnun losna við hann úr íslenskum stjórnmálum.

Ólafur spáir því að Bjarni Benediktsson berjist í gegnum þann erfiða þingvetur sem fram undan er en segi svo af sér næsta sumar ráðherradómi, formennsku í flokknum og þingmennsku. Sendiherraembættið í Washington bíði hans. Það þyki ekkert neyðarbrauð enda hafi stór nöfn úr íslenskum stjórnmálum ráðið þar ríkjum, eins og Geir Haarde og áður Jón Baldvin Hannibalsson.

Ólafur spáir vinstri stjórn Katrínar Jakobsdóttur sömu örlögum og vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sem starfaði lifandi dauð síðustu 18 mánuði og tapaði fylgi jafnt og þétt. „Vinstristjórn Katrínar mun halda áfram að tapa fylgi til stjórnarandstöðunnar þar sem Samfylkingin er þegar komin yfir 30 prósent. Hvar endar sú fylgisaukning því ekki sér fyrir endann á henni?

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar