fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Í fyrsta sinn 10x meiri hraði á nettengingu til heimila

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 10:07

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Míla hefur kynnt nýja byltingakennda þjónustu á ljósleiðaratengingum sem býður viðskiptavinum allt að 10x meiri hraða, eins og segir í fréttatilkynningu. Í samstarfi við Mílu mun Vodafone geta boðið viðskiptavinum sínum ljósleiðaratengingar með allt að 10 gígabita á sekúndu á völdum svæðum á höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. október 2023 og þann 1. apríl 2024 eiga öll ljósleiðaratengd heimili á höfuðborgarsvæðinu að hafa aðgengi að 10 gígabæta tengingu.Innleiðing á landsbyggðinni mun svo verða í framhaldinu. Innleiðingin á nýju tækninni krefst þess að skipta þarf um búnað á báðum endum ljósleiðarans og mun Vodafone leiðbeina viðskiptavinum sínum með hvaða búnaður hentar best. „Þetta eru spennandi fréttir fyrir okkar viðskiptavini þar sem notkun á nettengingu heimila er sífellt að aukast með aukinni heimavinnu, streymi á sjónvarpsþjónustum, leikjaspilun og ýmis konar flutningi gagna í rauntíma og fjölgun á tengdum tækjum. Nettenging með 10 gígabita á sekúndu í báðar áttir er tíföldun á þeim hraða sem að þekkist í dag og því spennandi lausn fyrir kröfuharða netnotendur. Vodafone hvetur viðskiptavini til að hafa samband í gegnum heimasíðu Vodafone ef þeir vilja kynna sér betur þessa nýju þjónustu og skoða hvort þeirra heimili geti fengið enn hraðari nettengingu en áður,“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs