fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Eyjan

Grænlendingar og Færeyingar reiðir – Var ekki boðið

Eyjan
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 07:00

Joe Biden ásamt Katrínu Jakobsdóttur á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna í Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Muté B. Egede, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, og Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, eru mjög ósáttir við að hafa ekki verið boðið á norrænan leiðtogafund í Helsinki um miðjan júlí en þá funduðu forsætisráðherrar Norðurlandanna með Joe Biden, Bandaríkjaforseta.

Politiken skýrir frá þessu og hefur eftir Egede að gagnrýnin beinist ekki eingöngu að Danmörku heldur að allri þeirri byggingu sem norræn samvinna er orðin, „þar eru lið 1 og lið 2“.

„Það eru í raun starfshættir þessara fimm norrænu þjóðríkja sem eru ekki í takt við tímann og nú er nóg komið,“ sagði Egede í samtali við Politiken.

Hann benti á að leiðtogafundurinn hafi snúist um stöðuna í og við Norður-Atlantshaf. Það sé efni þar sem ekki sé hægt að sniðganga Grænland sem þeki um 20% af svæðinu.

Johannesen sagðist sammála orðum Egede um lið 1 og lið 2.

Hann sagðist einnig telja að Færeyjar séu mikilvægur hluti af Norðurheimskautasvæðinu og Norður-Atlantshafi.

„Við sjáum að bandarísk herskip og kafbátar koma nú reglulega í hafnirnar okkar. Þess vegna er eðlilegt að við sitjum við borðið þegar meðal annars er rætt um öryggismál á okkar svæði við nánasta bandamann okkar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin