fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Lovísa Ólafsdóttir skrifar: Eldvarnir í Landbúnaði – Eru eldvarnir á hreinu á þínum bæ?

Eyjan
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 11:39

Lovísa Ólafsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar jörðin brennur í kringum gosstöðina undir Fagradalsfjalli og slökkviliðsmenn glíma við að ná niður gróðureldum á svæðinu er við hæfi að draga fram mikilvægi forvarna tengt eldvörnum. Gróðureldur er tíður gestur á þessum tíma ársins og mikilvægt að fara varlega með eld t.d. kringum grill, við sumarbústaði og ekki síst við slátt og heyskap.

Eldvarnarbandalagið og Bændasamtök Íslands hafa tekið höndum saman um að efla eldvarnir í landbúnaði og dreifbýli með endurnýjun samkomulags sín á milli, þess efnis, í byrjun þessa árs.

Forvarnir í landbúnaði skipta miklu máli en geta átt það til að gleymast í amstri dagsins. Mörg slys gera boð á undan sér og þess vegna er mikilvægt að þekkja hætturnar til að hægt sé að fyrirbyggja þau, vegna þess að slys eru dýrkeypt og snerta okkur öll. Það er í mörg horn að líta þegar kemur að öryggismálum í landbúnaði og eitt af þeim eru eigin eldvarnir á heimilum og í úti- og gripahúsum. Rekstur í landbúnaði er ekkert öðruvísi en rekstur venjulegra fyrirtækja út frá lagalegum skyldum atvinnurekanda. En eru eldvarnir á hreinu í landbúnaðinum og hver er hin raunverulega staða hér á landi?

Eldvörnum í landbúnaði ábótavant

Könnun sem Gallup gerði árið 2022 fyrir Eldvarnarbandalagið, sýnir m.a. að eldvarnir á heimilum í dreifbýli  eru að jafnaði betri en á heimilum almennt. Hins vegar sýnir sama könnun að eldvörnum í landbúnaði er ábótavant. Þörf er á að bæta slökkvibúnað, skortur á góðu aðgengi að slökkvivatni í grennd við úti- og gripahús ásamt öðrum viðvörunarbúnaði. Byggingarefni sem víða eru notuð eru mjög eldfim og oftar en ekki óviðunandi ástand á rafmagni sem skapar mikla hættu.  Ein algengasta ástæða eldsupptaka í landbúnaði er sökum rafmagns. Oftar en ekki eru tæki og raflagnir undir miklu álagi m.a. vegna ryks, raka í lofti og titrings sem slítur tækjabúnaði hraðar og styttir endingartíma hans. Oftar en ekki eru tæki og vélabúnaður geymd inni sem skapar aukna hættu. Mikilvægt er að hafa fagaðila með í för þegar rafmagn er sett upp eða breytingar gerðar. Enn fremur skal raf- og tækjabúnaður vera viðurkenndur og með CE merkingu frá evrópska efnahagssvæðinu.

Einfaldar forvarnir geta skipt sköpum og bjargað lífum

Einfaldar forvarnir geta skipt sköpum, bjargað lífum og forðað fólki frá miklu tjóni.

Forvarnir eins og að:

  • Hafa virka hita- og reykskynjara í öllum rýmum gripahúsa.
  • Endurnýja hita- og reykskynjara ef þeir eru eldri en tíu ára.
  • Skipta út níu volta rafhlöðu í reykskynjurum árlega.
  • Hafa eldvarnarteppi á sýnilegum stað í gripahúsum.
  • Setja slökkvitæki á sýnilegan stað nærri flóttaleiðum.
  • Láta yfirfara slökkvitæki á þriggja ára fresti.
  •  Hafa öfluga vatnsslöngu sem hægt er að tengja við útikrana á slöngurúllu í hverju gripahúsi.

Snjalltækjalausnir og viðvörunarkerfi í úti- og gripahúsum

Það sem gæti hentað sem viðvörunarkefi í útihúsum eru hita- og reykskynjarar og jafnvel getur verið heppilegt að hafa báðar gerðir skynjara sökum þess að hitaskynjarar eru t.d. ekki eins viðkvæmir fyrir ryki eins og reykskynjarar. Hægt er að tengja skynjara í útihúsum við reykskynjara í íbúðarhúsinu. Einnig er hægt að tengja saman skynjara í útihúsum svo þeir fari allir í gang samtímis. Með þessu móti fær fólk boð um eldsupptök hvort sem það er statt í útihúsinu eða á öðrum stað. Til eru WiFi skynjarar með smáforriti (appi) sem hægt er að tengja við snjalltæki eins og síma. Þannig berast boð um eld beint í símann frá viðkomandi skynjara og upplýsingar um staðsetningu eldsupptaka. Smáforritið lætur einnig vita af því hvenær tímabært er að skipta um rafhlöður, en í dag eru líka komnir skynjarar með lengri líftíma á rafhlöðum ólíkt því sem hefur verið á markaðinum hingað til.

Það þarf ekki að vera flókið að setja upp eldvarnir og viðvörunarkerfi í úti- og gripahúsum. Á heimasíðu flestra tryggingafélaga er hægt að nálgast bæði gagnlegar upplýsingar um eldvarnir almennt, eldvarnarbúnað og hvar hægt er að nálgast hann, ásamt þeim fríðindum sem fylgja t.d. tryggingum.

Fyrstu viðbrögð og mikilvægi rýmingaráætlana

Ef vart verður við eld skipta fyrstu viðbrögð miklu máli og það fyrsta sem maður gerir er að hringja í 112. Oftar en ekki er langt í næstu slökkvistöð og þess vegna getur einfaldur búnaður eins og aðgengi að öflugri vatnsslöngu sem hægt er að tengja við útikrana skipt sköpum. Að hafa rýmingaráætlun fyrir úti- og gripahús er nauðsynlegt. Mikilvægt er að hafa í huga að rýmingarleiðir séu greiðfærar svo unnt sé að koma búfé út eins fljótt og kostur er.

Áhersla á mikilvægi forvarnaaðgerða og eldvarna á heimilum, í fyrirtækjum, úti- og gripahúsum, sumarhúsum og öðrum svæðum þar sem menn og dýr eiga í hlut, er vísa sem aldrei er of oft kveðin þegar lífið liggur við.

Mætum því óvænta – Af öryggi.

Höfundur er sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS og stjórnarmaður Eldvarnarbandalagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Lofa að skrifa aldrei undir lög er varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Lofa að skrifa aldrei undir lög er varða auðlindir eða náttúru og lífríki Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið

Halla heldur forystunni en Katrín sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör

Þessu svöruðu frambjóðendurnir þegar þeir voru spurðir út í kostnað við framboð þeirra – Gróflega áætlaðar krónutölur eða óræð ekki-svör