fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik

Eyjan
Þriðjudaginn 14. mars 2023 09:00

Íranski byltingarvörðurinn hefur verið upp á kant við Sádi-Arabíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn grófu Íran og Sádi-Arabía stríðsöxina þegar tilkynnt var að ríkin taki nú upp stjórnmálasamband á nýjan leik. Það voru Kínverjar sem miðluðu málum á milli ríkjanna og segja fréttaskýrendur að samningurinn marki tímamót í Miðausturlöndum og sýni vel vaxandi áhrif Kínverja í heimshlutanum.

Viðræður ríkjanna stóðu yfir í um tvö ár en lauk loksins formlega á föstudaginn í Peking þegar fulltrúar þeirra undirrituðu samning um að taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik.

CNN segir að á þeim tveimur árum sem viðræðurnar stóðu yfir hafi stundum virst sem samningamenn drægju lappirnar og að svo væri sem útilokað væri að brúa gjána á milli ríkjanna.

Viðræðurnar áttu sér staða á sama tíma og Íran og Bandaríkin reyndu að endurlífga samning frá 2016 um kjarnorkumál Íran. Lengi vel var talið að niðurstæður beggja viðræðnanna tengdust sterklega því Sádi-Arabar og Bandaríkjamenn hafa lengi gengið í takt þegar kemur að stefnunni í utanríkismálum.

En breyting er að verða þar á að sögn CNN sem bendir á að samband Sádi-Arabíu við Bandaríkin hafi stirðnað á síðustu árum á sama tíma og Kínverjar hafa styrkt stöðu sína í heimshlutanum. Kínverjar hafi sýnt að þeir geti miðlað málum á milli margra fjandríkja í Miðausturlöndum og hafi komið upp góðum diplómatískum tengslum við ríki í heimshlutanum. Þetta hafi þau gert á grunni efnahagslegra tengsla án þess að messa yfir ríkjunum um mannréttindamál eins og Vesturlönd gera.

Samningur Íran og Sádi-Arabíu bindur hugsanlega enda á blóðugt tímabil í Miðausturlöndum. Ríkin hafa verið svarnir óvinir síðan klerkastjórnin tók við völdum í Íran 1979.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn