fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kokkur Pútíns er kominn á bragðið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. desember 2022 15:30

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann myndaði Wagner-hópinn svokallað með miskunarlausum málaliðum og nú hefur hann, maðurinn sem oft er kallaður „Kokkur Pútíns“ aukið áhrif sín í heimaborginni St. Pétursborg og í Moskvu.

Lengi vel hélt hann sig í bakgrunninum, eins og grá vofa, og lét rándýra lögmenn eltast við blaðamenn sem dirfðust að gefa í skyn að hann bæri ábyrgð á hinum illræmdu málaliðum í Wagner-hópnum.

En á síðustu mánuðum hefur þetta breyst og nú baðar Yevgeny Prigozhin, „Kokkur Pútíns“ sig í frægð sinni sem grjótharður nagli og stríðsherra.

„Wagner er stærsti einkaher heims og sá besti í bardögum,“ skrifaði hann nýlega á Telegram. „Wagner berst af hugrekki gegn úkraínska hernum og er hið afgerandi afl í því samhengi,“ skrifaði hann einnig.

Aðferðir málaliðanna í stríðinu komu nýlega í ljós í myndbandi þar sem liðsmenn Prigozhin drápu meintan liðhlaupa með því að lemja hann í höfuðið með sleggju, þetta er þekkt aftökuaðferð hjá Wagner-hópnum.

Jótlandspósturinn bendir á að Prigozhin hafi á undanförnum mánuðum orðið sífellt meira áberandi í rússnesku þjóðlífi. Hann hefur meðal annars fengið fanga til að ganga til liðs við Wagner-hópinn og notað þá sem fallbyssufóður á vígstöðvunum. Þetta hefur vakið mikla athygli á honum í Rússlandi.

Yevgeny Prigozhin er eigandi Wagner Group.

 

 

 

 

 

Glæpir eru ekki eitthvað sem Prigozhin kannast ekki við. Hann sat sjálfur í fangelsi í níu ár, meðal annars fyrir rán og líkamsárás. Á tíunda áratugnum breytti hann um stefnu og sneri sér að öðruvísi glæpum, glæpum í skjóli Pútíns. Hann stofnaði veitingaþjónustu og á fyrsta áratug aldarinnar var hann kominn í innsta hring Pútíns. Hann varð þar með áhrifamikill í efnahagslífinu, sat að kjötkötlunum ásamt fleiri vinum Pútíns, og hafði pólitísk áhrif.

Hann hélt sig þó alltaf til hlés og forðaðist fjölmiðla og umtal en að undanförnu hefur orðið breyting þar á.

Hann hefur tekið að sér hlutverk bjargvættar, manns sem bjargar illa stöddum rússneskum her í stríðinu í Úkraínu. Þetta hefur gert hann að stjörnu hjá rússneskum þjóðernissinnum og nú reynir hann að nýta sér þetta til að öðlast meiri pólitísk áhrif.

Líklegt má telja að í fyrstu beini hann sjónum sínum að St. Pétursborg þar sem hann tekst á um áhrif og völd við Aleksander Beglov, héraðsstjóra, sem einnig er stuðningsmaður Pútíns. Prigozhin hefur gagnrýnt Beglov opinberlega að undanförnu. Ekki er ljóst hvort hann nær að bola honum úr embætti en sérfræðingar telja að metnaður Prigozhin standi til einhvers meira en bara að komast til valda í St. Pétursborg. Bent hefur verið á að enginn eiginlegur leiðtogi sé hjá rússneska þjóðernisflokknum. Leiðtogi hans lést af völdum Covid-19 í apríl og enginn eftirmaður hefur fundist til þessa. Þar er því hugsanlega tækifæri fyrir Prigozhin að komast inn í stjórnmálin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki