fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Karl segir að Ásmundur og Andrés þurfi að kunna að hemja sig – „Listin að halda kjafti“

Eyjan
Föstudaginn 9. desember 2022 09:30

Andrés Ingi Jónsson, Karl Th. Birgisson og Ásmundur Friðriksson - Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tjáningar­frelsið er á­kaf­lega mikil­vægt. Vonandi erum við sam­mála um það. En ein­mitt þess vegna er á­ríðandi að kunna að um­gangast það. Sú regla gildir einkum og sér­í­lagi um stjórn­mála­menn.“

Svona hefst grein sem fjölmiðlamaðurinn Karl Th. Birgisson skrifar en greinin var birt í Fréttablaðinu í morgun. Í greininni talar Karl um „listina að halda kjafti“ en hann beinir skrifum sínum sérstaklega til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Andrésar Inga Jónssonar og þingmanns Pírata, Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra. Þá nefnir Karl einnig dæmi þar sem honum fannst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ganga of langt miðað við stöðuna sem hún er í.

Nýjasta dæmið sem Karl talar um í pistlinum varðar Ásmund en það vakti mikla athygli í vikunni þegar þingmaðurinn hjólaði í Gísla Martein Baldursson, dagskrárgerðarmann á RÚV, og Ilmi Kristjánsdóttur leikkonu fyrir orð sem sú síðarnefnda lét falla í þætti þess fyrrnefnda. „Til­efnið þarf ekki að koma þeim á ó­vart, sem hafa heyrt Ás­mund tala um út­lendinga, mús­limista og fleira úr þeim ranni. Honum þótti Ríkis­út­varpið víta­vert af því að Ilmur Kristjáns­dóttir og Gísli Marteinn Baldurs­son töluðu af „dóna­skap“ um for­stjóra Út­lendinga­stofnunar,“ segir Karl í greininni.

„Leiðum nú efnis­at­riðin alveg hjá okkur, en Ás­mundi til upp­lýsingar þá er tjáningar­frelsið ein­mitt mikil­vægast fyrir þá sem eru dóna­legir. Það er ekki til varnar þeim sem tjá ást sína og kær­leik, heldur hinum sem stuða og ögra. Í þeim til­vikum skiptir það ein­mitt mestu máli. Skilnings­leysi þing­mannsins á þessari stað­reynd er eitt. Hitt er al­var­legra að hann telji sig – því að hann er þrátt fyrir allt í ein­hvers konar valda­stöðu – að hann telji sig mega blása svona í ræðu­stóli. Hann má það ekki. Ein­mitt af því að hann er al­þingis­maður og hefur at­kvæðis­rétt um fjár­fram­lög til Ríkis­út­varpsins.“

Karl talar þá um Andrés Inga en hann segir Andrés hafa fallið í sama pytt og Ásmundur með gusugangi þegar hann hélt að hann væri að andmæla Ásmundi. Ástæðan fyrir því að Karl segir Andrés Inga hafa fallið í þennan sama pytt er því hann lýsti aðdáun sinni á tilteknum dagskrárlið í Ríkisútvarpinu.

„Sko. Ás­mundur og Andrés mega hafa skoðun á því sem þeir vilja, en sem al­þingis­menn þurfa þeir að kunna að hemja sig. Starfinu fylgja nefni­lega tjáningar­mörk. Ef þeir eru ó­sáttir við þau, þá er þeim frjálst að fá sér aðra vinnu og gaspra um Gísla Martein eins og þeir vilja. Eða barna­efni í sjón­varpinu.“

Segir listina að halda kjafti vera mikilvæga

Karl talar þá um Brynjar en það er óhætt að segja að þeir tveir hafi eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina. „Þar er nú annar, sem gerir sér enga grein fyrir stöðu sinni, hvort heldur sem al­þingis­maður eða að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra. Hann blaðrar um Rauða krossinn sem í­gildi pólitískra and­stæðinga, svo ný­legt dæmi sé til­greint,“ segir Karl um Brynjar.

„Við höfum lík­lega mörg til­hneigingu til að fyrir­gefa Brynjari vit­leysuna, af því að hann er húmor­isti og vel meinandi manneskja. En dóm­greindar­leysið minnkar ekki við það.“

Þá nefnir hann dæmið um Helgu Völu svo fólk haldi ekki að athugasemdirnar sínar séu flokkspólitískar en Karl er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. „Þegar Namibíu­málið kom upp krafðist Helga Vala Helga­dóttir þess í þing­sal að eignir Sam­herja yrðu kyrr­settar. Það er ekki hlut­verk lög­gjafans að heimta kyrr­setningu á eignum fyrir­tækja úti í bæ, hvort sem þau heita Sam­herji eða Sorpa. Til þess höfum við dóm­stóla og eftir at­vikum sýslu­menn,“ segir Karl.

„Þögnin upp­sker að vísu engin læk á Face­book. En í henni felst listin að halda kjafti, þrátt fyrir rétt­mæta reiði. Það er einkar mikil­væg list.“

„Kom ó­þægi­lega á ó­vart að sjá Bjarna Bene­dikts­son bætast í þennan fé­lags­skap“

Einnig talar Karl um Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í greininni. „Á ný­legum lands­fundi Sjálf­stæðis­flokksins notaði Bjarni Bene­dikts­­son ó­trú­lega langan hluta af ræðu­tíma sínum í furðu­legt rant gegn Frétta­blaðinu,“ segir hann.

„Ég skil ekki enn rök­semdirnar, hvað þá þörfina eða hvatirnar til þess að ráðast svona að einum fjöl­miðli, en ég veit svo­sum ekki margt. Veit þó að svona tala ekki stjórn­mála­menn með sjálfs­traust, heldur þeir sem upp­lifa sig um­setna eða of­sótta. Dæmin eru legíó, en í hugann koma Richard Nixon og Donald Trump. Austan við okkur gæti hugurinn hvarflað til Rúss­lands og Ung­verja­lands.“

Karl tekur þá Davíð Oddsson sem nærtakara dæmi. „Árum saman neitaði hann Stöð 2 um við­töl, þótt ekki skorti til­efnin. Davíð var nefni­lega í nöp við eig­anda stöðvarinnar, eigin­lega með hann á heilanum, eins og fjöl­mörg dæmi sýndu og er ræki­lega skrá­sett. Þess vegna talaði hann ekki við eina sjón­varps­stöð,“ segir Karl.

„Leifarnar af þessari smáu hugsun getið þið séð í Reykja­víkur­bréfum Morgun­blaðsins, sem Matthíasi Johannesen þykir senni­lega ekkert gaman að lesa. Hugar­heimur Davíðs er kunnug­leg ó­reiða, en það kom ó­þægi­lega á ó­vart að sjá Bjarna Bene­dikts­son bætast í þennan fé­lags­skap hinna ringul­reiðu.“

Að lokum segir Karl að greinin sé skrifuð um þá sem eru í ábyrgðarstöðum en að almenningur geti þó líka tekið hluta af skilaobðunum til sín. „Um okkur hin gilda líka nyt­sam­legar á­bendingar. Til dæmis spurningin: Er gagn­legt að ég segi þetta? Gerir það eitt­hvað fleira en að fróa frúst­ra­sjónum mínum?“ segir hann.

„Einnig sú regla að með réttinum til tjáningar fylgir ekki sam­svarandi kvöð um að opin­bera for­dóma sína og heimsku. Bara alls ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“