fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Eyjan

Borgarmálin í brennidepli: Eyþór segist fylgjandi „skynsamlegri“ Borgarlínu – „Menningarstríð meirihlutans“ segir Hildur

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. desember 2021 18:30

mynd/samsett skjaskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hiti er kominn í borgarstjórnarkolin en sveitarstjórnarkosningar fara fram í lok maí á næsta ári. Úr Valhöll hafa þær fréttir borist að prófkjör muni fara fram þann 26. febrúar næstkomandi.

Sitjandi oddviti, Eyþór Arnalds, hefur lýst því yfir að hann hyggist gefa kost á sér áfram og tilkynnti Hildur Björnsdóttir í síðustu viku að hún vildi einnig leiða listann fyrir komandi kosningar.

Hildur og Eyþór mættust raunar í morgun í fyrsta sinn opinberlega, ef svo má segja, en þau voru bæði gestir í Silfrinu á RUV ásamt þeim Dóru Björt Guðjónsdóttur og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúum Pírata og Viðreisnar. Egill Helgason þáttastjórnandi beindi kastljósinu að oddvitaefnunum í upphafi þáttar og gerði Hildur grein fyrir ástæðum framboðs síns.

Sjá nánar: Hildur og Eyþór mættust í fyrsta sinn í Silfrinu – „Aðrir flokkar útilokuðu við okkur samstarf“

Reyndar má segja að nokkuð vel hafi farið á með þeim Eyþóri og Hildi í þættinum og átakalínurnar frekar milli fulltrúa meirihlutans í Reykjavík, þeim Dóru Björt og Þórdísi Lóu. Sást það hvað skýrast þegar tekist var á um samgöngu- og skipulagsmál í Reykjavík í þættinum.

Segir meirihlutann hafa skapað menningarstríð í borginni

Sagði Hildur að meirihlutinn hefði hvatt til menningarstríðs í borginni með því að tefla öfgunum saman, til dæmis í málefnum um þéttingu byggðar í borginni. Sagði Hildur þvert á móti að það væri alls ekki ein leið að því markmiði. „Mér finnst þessi umræða hennar [Dóru] og það hvernig meirihlutinn heldur á þessum málum sýna vel þessar öfgar sem ég tala gjarnan um, það sem ég vil kalla menningarstríð í borginni,“ sagði Hildur og vændi meirihlutann um að etja fólki saman eftir því hvernig lífi það vill lifa, eftir því hvernig það vill ferðast og hvar í borginni það vill búa.

„Töfrarnir eru þarna á milli,“ sagði Hildur og að það væri hægt að finna sanngjarna nálgun.

„Mér finnst þetta reyndar svolítið skemmtilegt orð,“ sagði Egill þá jafnframt um menningarstríðshugtak Hildar. „Það loga eldar á þessari víglínu.“

Eyþór fylgjandi „skynsamlegri“ Borgarlínu

Egill vék þá umræðunni að Borgarlínunni og beindi, sem fyrr, fyrst orðum sínum að Sjálfstæðismönnunum við borðið.

Eyþór minnti þá á að hann hafi fyrst og fremst gagnrýnt það hvernig að Borgarlínuverkefninu hafi verið staðið innan Reykjavíkur og nefndi sérstaklega að akreinar hafi verið fjarlægðar til þess að rýma fyrir Borgarlínunni.

„Ertu í prinsippinu með Borgarlínu,“ spurði Egill Eyþór þá. „Ég er með Borgarlínu sem er skynsamleg,“ svaraði Eyþór. „Þar sem þú hins vegar tekur akreinar úr almennri umferð þá ertu í raun að þrengja að umferðinni, og það er stefna um að þvinga fólk til þess að taka almenningssamgöngur,“ sagði hann.

Þá vakti Eyþór athygli á því að aðgerðir sem boðaðar hafa verið til þess að styðja við það samgöngukerfi sem er við lýði í dag hafi ekki verið kláraðar og nefndi sérstaklega hugmyndir meirihlutans um að auka tíðni Strætó brottfara í sjö og hálfa mínútu. Sagðist Eyþór hafa stutt þær aðgerðir meirihlutans í samgöngumálum, en að þær hafi svo ekki verið framkvæmdar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit