fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Áslaug Arna vill banna barnabrúðkaup

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 13:00

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingu á hjúskaparlögum. Lagðar eru fram fjórar breytingar í frumvarpinu, þar á meðal um aldur þeirra sem gifta sig og hjónavígslur erlendis.

Aldur hjónaefna

Samkvæmt núgildandi lögum mega tveir einstaklingar stofna til hjúskapar þegar þeir hafa náð 18 ára aldri en ráðuneytið getur veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap ef að forráðamenn eru samþykktir hjúskapnum. Í nýja frumvarpinu er lagt til að undanþáguheimildin verði afnumin og einungis verði veittar undanþágur ef um hagsmuni aðilans sem er yngri en 18 ára er að ræða. Hjónavígslur sem fara fram erlendis þar sem aðili er undir 18 ára verða ekki viðurkenndar á Íslandi.

Könnun á hjónavígsluskilyrðum

Lagt er til að könnun til hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumanni. Þá er lagt til að ráðuneytið geti með reglugerð ákveðið að fela einu sýslumannsembætti umrætt verkefni. Þess ber að geta að vígsluheimildir presta og forstöðumanna trú- og lífsskoðunarfélaga og umboðsmanna þeirra verða óbreyttar samkvæmt lögum.

Lögsaga í hjónaskilnaðarmálum

Lagðar eru til breytingar á ákvæðum hjúskaparlaga varðandi lögsögu íslenskra stjórnvalda og dómstóla til þess að veita lögskilnað hér á landi í tilteknum tilvikum ef hvorugur aðili býr hér á landi og viðkomandi eru ekki íslenskir ríkisborgarar.

Færsla verkefna frá ráðuneytinu til sýslumanna

Í fjórða lagi eru lagðar til breytingar sem snúa að því að færa verkefni frá ráðuneytinu til sýslumanna.

Drögin að frumvarpinu hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda og hægt verður að senda inn umsögn til 1. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?