fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál Ingólfs og Bjarkar til efnislegrar meðferðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 08:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur samþykkt að taka mál Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, og mál Bjarkar Þórarinsdóttur til efnislegrar meðferðar. Um tvö aðskilin mál er að ræða. Hæstiréttur dæmdi Ingólf í fjögurra og hálfs árs fangelsi haustið 2016 fyrir markaðsmisnotkun. Björk var sakfelld fyrir tilraun til umboðssvika í sama dómi en var ekki gerð sérstök refsing.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Segir blaðið að umrætt sakamál sé án efa stærsta sakamálið tengt hruninu. Í því voru níu fyrrverandi starfsmenn Kaupþings ákærðir fyrir að hafa haft ólögmæt áhrif á verð hlutabréfa bankans frá haustinu 2007 og allt þar til hann féll. Þetta hafi þeir gert með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum á bréfum í bankanum í krafti fjárhagslegs styrks hans.

Héraðsdómur sakfelldi alla að hluta eða öllu leyti, nema Björk sem var sýknuð. Hæstiréttur sakfelldi alla og fékk Ingólfur þyngsta dóminn, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Aðrir fengu skilorðsbundna dóma. Meðal hinna ákærðu voru Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson sem höfðu þá þegar verið dæmdir til fangelsisvistar vegna annarra mála og var þeim báðum gerður hegningarauki í þessu máli. Sigurður var dæmdur í eins árs fangelsi til viðbótar við fjögurra ára dóm sem hann fékk í Al-Thani málinu og Hreiðar Már fékk sex mánaða hegningarauka.

Í kvörtun Bjarkar til MDE kvartar hún undan því að ruglings hafi gætt hjá héraðsdómi og Hæstarétti á hlutverkum hennar sem annars vegar yfirmanns lánasviðs og hins vegar sem nefndarmanns í lánanefnd. Einnig segir hún að brotið hafi verið á rétti hennar vegna óskýrleika þeirra réttarreglna sem voru grundvöllur sakfellingarinnar. Hún kvartar einnig yfir því að málsmeðferð Hæstaréttar hafi ekki verið réttlát þar sem þrír dómarar höfðu fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna taps sem þeir urðu fyrir í bankahruninu.

Í kæru Ingólfs kemur fram að réttarreglur þær sem sakfelling hans byggðist á hafi verið óskýrar. Einnig hafi beiðni hans um ráðgefandi álit EFTA dómstólsins á túlkun EES-reglna verið hafnað og honum hafi verið meinaður aðgangur að málsgögnum. Hann segir einnig að refsing hans hafi verið þyngd í Hæstarétti án þess að hlýtt væri að nýju á framburð hans og annarra vitna og að hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti vegna fjárhagslegra hagsmuna þriggja dómara sem dæmdu í málinu en þeir töpuðu fé í hruninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að