fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Eyjan

Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi – 40% styðja ríkisstjórnina

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið í lok síðustu viku þá tapa Vinstri græn og Miðflokkurinn fylgi. Fylgi ríkisstjórnarinnar mælist 40,8% og hefur ekki verið svo lítið síðan í janúar á þessu ári þegar það mældist rúmlega 35%. Það er fylgi Vinstri grænna sem dregur fylgi ríkisstjórnarinnar niður.

Flokkurinn hefur yfirleitt mælst með 12 til 13% fylgi á kjörtímabilinu en mælist nú með 9,7%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 23% og er óbreytt frá síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 7,9% og er fylgi hans því meira en fylgi Miðflokksins sem mælist 7,5%. Þetta er í fyrsta sinn síðan snemma á síðasta ári sem Framsóknarflokkurinn mælist með meira fylgi en Miðflokkurinn. Í byrjun síðasta árs tapaði Miðflokkurinn fylgi í kjölfar Klausturmálsins.

Fylgi Samfylkingarinnar eykst og mælist nú 17,2%. Fylgi Pírata mælist tæplega 14% sem er óbreytt frá síðustu könnun. Viðreisn mælist með 10% eins og allt þetta ár. Flokkur fólksins mælist með tæplega 5% fylgi sem er svipað og í síðustu könnunum. Fylgi Sósíalista mælist 3,9%.

2.500 mann voru í úrtakinu og svöruðu 1.281 eða 51%. Svörin voru vigtuð eftir kyni, aldri og  búsetu. Nánar er hægt að lesa um niðurstöðurnar í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framboð Harris hvetur stuðningsmenn til að halda ró sinni – „Okkur líður ágætlega með það sem við sjáum“

Framboð Harris hvetur stuðningsmenn til að halda ró sinni – „Okkur líður ágætlega með það sem við sjáum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Niðurstaðan ljós í 37 ríkjum – Trump hafði betur í 24

Niðurstaðan ljós í 37 ríkjum – Trump hafði betur í 24
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?

Orðið á götunni: Verða fjórir flokkar efstir með svipað fylgi í kosningunum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans

Segir Kamala Harris hafa bjargað sér frá áralangri misnotkun – Æskuvinkonan sem hafði áhrif á starfsferil forsetaframbjóðandans