fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Eyjan

Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 07:59

Rio Tinto hefur kvartað við Samkeppniseftirlitið. Mynd:Fréttablaðið/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna „misnotkunar Landsvirkjunar á yfirburðastöðu fyrirtækisins gegn ISAL“.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í tilkynningu frá Rio Tinto segi að ef Landsvirkjun láti ekki „af skaðlegri háttsemi sinni“ eigi fyrirtækið ekki annarra kosta völ en að íhuga að segja orkusamningum sínum upp og virkja áætlun um lokun álversins. Þar starfa um 500 manns.

Morgunblaðið hefur eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að kæran hafi komið verulega á óvart. Hann sagði erfitt að tjá sig efnislega um hana þar sem Rio Tinto neiti að aflétta trúnaði á samningnum.

„Það er mjög sér­stakt að leggja fram þessa kæru og tjá sig efn­is­lega um samn­ing­inn með þess­um hætti en vera svo ekki til­bún­ir að leggja hann á borðið.“

Er haft eftir Herði sem sagðist telja að Landsvirkjun fari í einu og öllu eftir íslenskum og evrópskum samkeppnislögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins