fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Stjórnarandstaðan telur aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar ekki duga til

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 08:00

Ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka um helgina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin kynnti um helgina aðgerðapakka í efnahagsmálum upp á 230 milljarða króna. Stjórnarandstaðan telur að aðgerðapakkinn sé ágætt fyrsta skref en ekki sé gengið nægilega langt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að hann hafi búist við meiru.

„Opinber útgjöld eru að aukast lítið. Útgjöld ríkisins felast fyrst og fremst í hlutastarfaleiðinni sem var samþykkt fyrir nokkru á Alþingi og að flýta fjárfestingaátaki . Það er því sáralítið nýtt í þessum tillögum sem er miður.“

Er haft eftir honum. Hann sagði einnig að eðli vandans sé þannig að peningarnir muni nýtast betur ef þeir koma tímanlega. Ef þeir koma ekki fyrr en búið er að segja upp fólki fáist minna fyrir þá og skaðinn verði meiri.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók í svipaðan streng í samtali við Fréttablaðið.

„Nágrannaþjóðir okkar eru að kynna hlutfallslega margfalt stærri og dýrari björgunaraðgerðir. Það vekur upp spurningar hvort nóg sé að gert.“

Sagði Halldóra sem sagðist hafa sérstakar áhyggjur af viðkvæmum hópum í samfélaginu.

„Það þarf að tryggja heimilum sem lenda í greiðsluerfiðleikum jafnmikið svigrúm og fyrirtækjum. Aðgerðir stjórnvalda þurfa að ná utan um alla, ekki einungis þá sem eru á vinnumarkaði.“

Er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna