Föstudagur 06.desember 2019
Eyjan

Sigríður Andersen sakar Umhverfisstofnun um falsfréttir – „Hanky-panky í loftslagsumræðunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir misræmis gæta í útgáfu gagna Umhverfisstofnunar. Hún segir tölur um losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi stangast á:

„Enn og aftur er Umhverfisstofnun uppvís að því að afneita eigin tölfræði. Í síðustu viku sendi stofnunin frá sér tilkynningu um losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum. Þar er því haldið fram að hlutur vegasamgangna í losuninni sé 34%. Það er bara ekki rétt því eins og gögn sem Umhverfisstofnun sjálf leggur fram er þessi hlutdeild vegasamgangna ekki nema 6%.“

Pistill Sigríðar nefnist Hókus pókus og hún deilir honum á Facebook síðu sinni með orðunum:

„Örpistill um smá hanky-panky í loftslagsumræðunni.“

Gögnin tali sínu máli

Sigríður notast við gögn frá Umhverfisstofnun máli sínu til stuðnings og birtir súlurit frá Umhverfisstofnun sem sýnir heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að millilandaflugi og siglingum frátöldum.

„LULUCF stendur fyrir „Land Use, Land Use Change and Forrestry“ en undir þann hluta fellur framræst votlendi. Augljóst er af þessari mynd að stærstur hluti losunar hér á landi stafar frá framræstu landi,“

segir Sigríður.

Hókus pókus

Þá bendir hún á súlurit sem hún telur aðeins segja hálfa söguna:

„Þar fyrir neðan er súluritið B sem Umhverfisstofnun býr til þegar embættismenn hafa samið um svokölluð „sameiginleg markmið í loftslagsmálum“ með Evrópusambandinu. Einhvers konar hókus pókus hefur þá verið framkvæmdur sem leiðir til þess að orkuhlutinn (þar með talinn losun frá vegasamgöngum) er orðinn allsráðandi. Þetta er líklega forsenda þess að hægt sé að semja um alls konar, færa peninga og loftslagskvóta á milli landa í allar áttir og skapa stöðu fyrir þá sem hana vilja taka. Ekkert af þessu skiptir þó máli fyrir loftslagið. Hvað þá fyrir veðrið.

Mynd B segir auðvitað bara hálfa söguna og varla það. Hana notar Umhverfisstofnun samt til að senda út tilkynningar um að 34% af losun stafi frá bílum þegar 6% er nær lagi þegar allt er tekið með í reikninginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Krefst þess að sveitarfélögin haldi aftur af gjaldskrárhækkunum og „sýni ábyrgð!“

Krefst þess að sveitarfélögin haldi aftur af gjaldskrárhækkunum og „sýni ábyrgð!“
Eyjan
Í gær

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Er starfslokasamningur Haraldar ólöglegur ? – Reglur um starfslokasamninga dregist í þrjú ár

Er starfslokasamningur Haraldar ólöglegur ? – Reglur um starfslokasamninga dregist í þrjú ár
Eyjan
Fyrir 2 dögum

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Talar fyrir einkareknu skólakerfi en vill auka opinber framlög til að forðast stéttaskiptingu

Talar fyrir einkareknu skólakerfi en vill auka opinber framlög til að forðast stéttaskiptingu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hafa brotið lög árum saman með orkukaupum sínum

Hafa brotið lög árum saman með orkukaupum sínum