fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Andri Snær um ál-frétt Moggans – „Mesta tímaskekkja í heimi“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 15:45

Andri Snær Magnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt Washington Post hefur orðið aukning í notkun á áli fyrir drykkjaumbúðir á kostnað plasts. Hyggjast stórframleiðendur á borð við Coca cola og Pepsi selja suma drykki sína alfarið í álumbúðum í stað plastumbúða og eru áhrifin sögð teygja sig til Evrópu einnig. Bandarísku álsamtökin áætla að næstum 50% áldósa séu endurunnar, meðan plastflöskur séu einungis endurunnar í 29 prósent tilfella.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og talar við Pétur Blöndal, framkvæmdastjóra Samáls. Honum samkvæmt mun aukin notkun áls í drykkjarumbúðir í Bandaríkjunum og Evrópu auka áhrif á útflutningsmarkaði Íslands. Hann segir Evrópu vera lykilmarkað fyrir ál frá Íslandi, en það gæti þó breyst:

„Nú þegar Bandaríkin hafa sett tollmúra gagnvart kínverskum álframleiðendum, sem framleiða yfir helming af öllu áli í heiminum, hefur það ál fundið sér annan farveg. Þá leitar það meðal annars til Evrópu. Aukið framboð hefur auðvitað áhrif á álmarkaðinn í Evrópu, sem er lykilmarkaður fyrir ál frá Íslandi, og telja greinendur það spila inn í að álverð haldist lágt í álfunni. Ef Ísland gerir fríverslunarsamning við Bandaríkin, eins og talað er um núna, og ef álið héðan yrði innan tollamúra þar, gætu auðvitað opnast markaðir.“

Þá er vitnað í spár um að eftirspurn eftir áli fyrir dósir á Bandaríkjamarkaði muni aukast um 3-5 prósent á ári fram til 2025, á kostnað plasts:

 „Það hefur auðvitað jákvæð áhrif á álmarkaðinn ef eftirspurn eykst eftir áli. Hlutfall áls sem er endurunnið er um 75% í Evrópu og fer hækkandi. Hlutfallið er mun hærra hér og á Norðurlöndum eða vel yfir 90%. Þetta háa hlutfall skýrir aukna eftirspurn. Framleiðendur drykkjarvara vilja vera með sjálfbæra vöru. Einn helsti styrkleiki áls er einmitt að hægt er að endurvinna það aftur og aftur án þess að það tapi upprunalegum gæðum. Svo dregur endurvinnsla verulega úr losun, því þegar ál er endurunnið þarf einungis 5% af orkunni sem fór í að framleiða það upphaflega. Það vill stundum gleymast að almennt er það orkuvinnslan sem losar mest í framleiðslu áls, t.d. í Kína þar sem framleiðslan er að mestu koladrifin. Það er því geysilegur orkusparnaður fólginn í því að endurvinna ál. Stundum er rætt um ál sem orkubanka í þeim skilningi,“

segir Pétur við Morgunblaðið.

Tímaskekkja

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lengi verið gagnrýninn í garð álframleiðenda. Hann tístir um frétt Morgunblaðsins í dag:

„Jákvæð frétt um aukna einnota umbúðanotkun í landi með glæpsamlega lélega endurvinnslu er mesta tímaskekkja í heimi. Ál er ekki góð staðkvæmdarvara fyrir plast. Ameríka hendir áli sem gæti endurnýjað fjórfaldan flugflotann árlega. #tímaskekkja #gamlitíminn“

Líkt og margir muna fjallaði Andri Snær á afar gagnrýnan hátt um álver og Kárahnjúkavirkjun í bók sinni Draumalandið sem kom út árið 2006. Hann hefur nú gefið út nýja bók sem heitir Tíminn og vatnið, sem kemur einnig inn á hversu orkufrekt neyslusamfélag nútímans er. Hann segir áliðnaðinn í raun eina af forsendum neysluhagkerfisins, því að eftir síðari heimsstyrjöldina, þar sem áliðnaðurinn blómstraði við framleiðslu flugvéla og sprengja hafi tekið við nýtt hagsældarskeið, þar sem einnota hlutir voru framleiddir í stórum stíl, á borð við hnífapör, diska, umbúðir og álpappír:

„Þeir pökkuðu drykkjum í orkufrekar áldósir sem mátti henda í stað þess að skola og skila eins og tíðkaðist með glerflöskur. Þetta var hugsun sem gekk í berhögg við gildi fyrri kynslóða sem höfðu lært að bera virðingu fyrir verðmætum, henda engu, klára matinn sinn, laga hluti og nýta allt.“

Í bókinni segir Andri Snær að umbúða- og neyslusamfélagið hafi orðið til með sinni óendanlegu hráefnisþörf og um álver Alcoa í Reyðarfirði segir Andri Snær í bók sinni:

„Álverið framleiðir brot af því sem Bandaríkjamenn henda á ruslahaugana./Endurvinnsla á dósum í Ameríku hefði sparað þrjár til fjórar svona verksmiðjur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?