Mánudagur 11.nóvember 2019
Eyjan

Kolefnisfótspor brauðs frá Samkaupum gagnrýnt – „Það frýs í helvíti áður en ég ét útlent brauð á Íslandi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. október 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um samfélagsmiðla gengur nú mynd af heilhveitibrauði undir merkjum Lífsins, sem framleitt er í Þýskalandi fyrir Samkaup hf. Með fylgir gagnrýni á það kolefnisfótspor sem innflutningur brauðsins skilur eftir sig, en það er sagt dýpra en það sem jeppi af gerðinni Land Cuiser dísel skilji eftir sig á árs grundvelli:

„Í alvöru, þetta brauð er með dýpra kolefnisspor en Land Cruiser dísel yfir heilt ár. Það er framleitt í Þýskalandi þar sem raforka er unnin úr brúnkolum sem bakarinn fær, síðan er það flutt til íslands með skipi eða flugvél, síðan nær birgirinn í brauðið á díselbíl og dreifir þeim einnig á díselbíl, meðan stjórnmálamenn setja græna skatta á okkur og hætta borða kjöt einsog fífl. Borgum við fyrir svona dellu? Kommon það frýs í helvíti áður en ég ét útlent brauð á Íslandi,“

segir í færslunni.

Í Nettóverslun á landsbyggðinni kostar umrætt brauð 399 krónur, en sambærilegt brauð frá Myllunni, kostar þar 509 krónur, og er mismunurinn því 110 krónur.

Samkaup vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Eyjuna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Spilaði Heydrich, eitt mesta illmenni sögunnar, fótbolta gegn KR?

Spilaði Heydrich, eitt mesta illmenni sögunnar, fótbolta gegn KR?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Þar fór öndvegismaður“ – Sjálfstæðismenn minnast Birgis Ísleifs – Davíð rifjar upp gamansögu

„Þar fór öndvegismaður“ – Sjálfstæðismenn minnast Birgis Ísleifs – Davíð rifjar upp gamansögu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reykjavíkurmeirihlutinn umkringir Sjálfstæðisflokkinn – „Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.“

Reykjavíkurmeirihlutinn umkringir Sjálfstæðisflokkinn – „Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kári hæðist að Katrínu og segir hugmyndir siðfræðingsins Vilhjálms hættulegar – „Innihaldslaust þvaður“

Kári hæðist að Katrínu og segir hugmyndir siðfræðingsins Vilhjálms hættulegar – „Innihaldslaust þvaður“