Þriðjudagur 21.janúar 2020
Eyjan

Aldrei eins dýrt að eignast litlar íbúðir og nú – Meðalfermetraverðið yfir 572 þúsund krónur

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. október 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn hér á landi kom út í gær. Þar segir meðal annars, að aldrei hafi verið eins dýrt að eignast íbúðir undir 70 fermetrum á Íslandi en nú um þessar mundir.

Að sama skapi er lýðfræðileg þróun með þeim hætti að eftirspurn eftir íbúðum og þá sérstaklega smærri eignum hefur aukist.

Þá segir í skýrslu Ísandsbanka að erfiðara sé að kaupa sína fyrstu eign í dag en áður hefur verið miðað við laun, þar sem launaþróun unga fólksins hafi verið lægri en annarra aldurshópa.

Aldrei hærra að raunvirði

Meðalfermetraverð eigna undir 70 fermetrum á höfuðborgarsvæðinu er rúmlega 572 þús. kr. og hefur aldrei verið hærra að raunvirði. Verð slíkra eigna er 20% hærra en þegar það náði hæst í síðustu uppsveiflu.

TIl samanburðar eru dýrustu íbúðir landsins sem fyrr staðsettar í miðbæ Reykjavíkur en þar er meðalfermetraverð um 564 þús. krónur.

Hlutfall fyrstu kaupenda hefur þó aukist töluvert síðustu ár og var 26% af öllum fasteignakaupum árið 2018. En þó býr enn töluverður fjöldi einstaklinga á aldrinum 25-29 ára í foreldrahúsum, hlutfallslega fleiri en í nágrannaríkjum Íslands.

Aldrei hærra álag en nú

Í núverandi uppsveiflu hafa litlar eignir undir 70 fermetrum hækkað um 77% á höfuðborgarsvæðinu og 75% á landsbyggðinni, langmest allra eigna. Þar að auki er smáíbúðaálag 24% á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir og hefur aldrei verið hærra, samkvæmt skýrslu Íslandsbanka.

Til samanburðar er miðbæjarálagið 22% sem stendur. Hæst varð álagið 32% árið 2015 en hefur lækkað síðan sem bendir til þess að álagið hafi náð sársaukamörkum.

Ríkið stekkur til

Hafa stjórnvöld tilkynnt um tillögur að sértækum aðgerðum til handa fyrstu kaupendum og tekjulágum til að auðvelda þeim að eignast heimili, en þar á meðal eru svokölluð startlán hvar ríkið veitir viðbótarlán með háum veðhlutföllum og hagstæðum vöxtum.

Um 8.000 manns hafa nýtt sér eldri úrræði stjórnvalda til fyrstu kaupa með séreignasparnaði. Frá því lögin tóku gildi hefur útgreiðsla séreignasparnaðar verið um 1,7 milljarðar eða um 210 þús.kr. að meðaltali á hvern einstakling. Þá hefur ráðstöfun inná lán numið ríflega 2 milljörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hitamálið Hálendisþjóðgarður – gæti orðið ríkisstjórninni mjög erfitt

Hitamálið Hálendisþjóðgarður – gæti orðið ríkisstjórninni mjög erfitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón líkir Bjarna Ben við „gangster“ – „Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann“

Sigurjón líkir Bjarna Ben við „gangster“ – „Einhverra hluta vegna kemst hann upp með allan fjárann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samið til tveggja ára fyrir rúma 32 milljarða

Samið til tveggja ára fyrir rúma 32 milljarða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Elliði skýtur á Gísla Martein – Gísli hafði snjóflóðavarnir að háði

Elliði skýtur á Gísla Martein – Gísli hafði snjóflóðavarnir að háði