fbpx
Sunnudagur 03.júlí 2022
Eyjan

Var Ísland risavaxin peningaþvottastöð ? – Segir Bjarna ekki skilja samhengið – „Dálítið vandræðalegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stjórnvöld eiga enn eftir að laga sex atriði af 51 sem fjármálaaðgerðarhópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnum hryðjuverka benti á í skýrslu frá 2018, ef landið vildi standast alþjóðlegar kröfur og viðmið um öryggi og viðbúnað.

Sökum þessa eru líkur á að Ísland fari á gráan lista með þjóðum á borð við Afganistan, Jemen, Írak og Úganda, lönd sem íslenska bankakerfið vill eflaust ekki bera sig saman við, en veran Íslands á listanum gæti gert bönkunum erfitt fyrir í alþjóðlegum viðskiptum.

Sjá nánar: Óttast að íslenskir bankar endi á vafasömum lista með Afganistan, Írak og Úganda vegna seinagangs stjórnvalda

Bjarni fatti ekki samhengið

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, undrast viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þar sem þetta tengist meðal annars Panamaskjölunum og fjárfestingaleið Seðlabankans:

„Fjármálaráðherra skildi ekki samhengið á milli Panamaskjalanna, gagnanna sem skattrannsóknarstjóri keypti árið 2015, fjárfestingarleiðar seðlabankans og lagasetningar gegn peningaþvætti. Ekki heldur af hverju það skiptir máli að hann hafi vitað um samskiptaerfiðleika milli stofnanna sem er ein helsta ástæða niðurfellingar mála upp á 9,7 milljarða króna …Það er dálítið vandræðalegt að fjármálaráðherra skilji ekki samhengið né ábyrgð sína í þessum málum. Aðgerðaleysi á undanförnum árum hefur leitt til ólýðræðislegra vinnubragða, skaða fyrir aðila máls í endalausri og margfaldri málsmeðferð og tapi fyrir ríkissjóð.“

Risavaxin peningaþvottastöð?

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sagði um málið í gær að það væri grafalvarlegt, því hér hefðu verið allar forsendur fyrir því að landið væri risavaxinn peningaþvottastöð, þar sem engar varnir voru gegn slíku athæfi:

„Ísland var varla með neinar varnir gegn peningaþvætti, nánast allt sem gat verið að í þeim efnum…var að og hafði verið þannig alltaf. Ef Ísland myndi ekki laga til hjá sér hratt þá færi landið á lista yfir ósamvinnuþýð ríki með Afganistan, Jemen, Íran, Úganda og fleirum. Það er stórmál – eitt það stærsta – að svona hafi staðan verið. Hér hafa meira að segja verið settar upp leiðir af Seðlabankanum til að þvo peninga og veita þeim heilbrigðisvottorð. Enginn hafði sérstaklega mikinn áhuga, enginn stjórnmálamaður tók málið föstum tökum og enginn virtist ætla að gera neitt í þessu fyrr en FATF hótaði að setja Ísland á listann, sem myndi þá hafa t.d. áhrif á getu banka til að fjármagna sig alþjóðlega. Enginn hefur enn kallað eftir því að það verði rannsakað í þaula hvort að Ísland hafi verið risavaxin peningaþvottastöð,“

skrifaði Þórður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni – Ákall um að reynslubolti skelli sér í formannsslaginn

Orðið á götunni – Ákall um að reynslubolti skelli sér í formannsslaginn
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Logi hættir sem formaður – „Sannfærður um að aðrir geti gert betur en ég“

Logi hættir sem formaður – „Sannfærður um að aðrir geti gert betur en ég“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

„Þú líka Brútus“

„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024