fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Þvingunarúrræði gegn einstaklingum endurskoðuð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 09:52

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfsfóp til að meta hvort setja þurfi frekari leiðbeiningar um hvernig þvingunarúrræðum gegn einstaklingum er beitt. Hér er til dæmis um að ræða tilvik þegar fólk er svipt sjálfræði eða nauðungarvistað á sjúkrahúsi, og um þvingaða lyfjagjöf, svo dæmi séu tekin.

Í fréttatilkynningu um þetta á vef stjórnarráðsins segir meðal annars:

„Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að meta hvort þörf sé á að setja frekari leiðbeiningar um útfærslu á þvingunarúrræðum en felast í lögræðislögum varðandi meðferð einstaklinga sem eru nauðungarvistaðir á sjúkrahúsi.

Í 28. gr. lögræðislaga er fjallað um meðferð nauðungarvistaðs einstaklings á sjúkrahúsi. Greininni fylgir ákvæði um að heilbrigðisráðherra geti sett nánari reglur um þvingaða lyfjagjöf og aðra meðferð sem greinin tekur til.“

Starfshópurinn á að kanna hvort þörf sé á frekari leiðbeiningum en þeim sem lesa má úr lögum um þessi efni, og gera þá tillögur að formi og efnisákvæðum slíkra leiðbeininga. Starfshópurinn skal skila ráðherra skýrslu um málið eigi síðar en 15. nóvember næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn