fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Óvissa um áhrif þess að Uber taki til starfa í höfuðborginni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 07:55

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn hefur lýst því yfir að hún styðji að fjöldatakmörkunum á leigubílum verði aflétt en samkvæmt drögum að nýju frumvarpi um leigubifreiðar verða fjöldatakmarkanir á leyfum til leiguaksturs afnumdar. Talið er að þær samræmist ekki EES-samningnum. Hvað varðar starfsemi fyrirtækis á borð við Uber þarf að stíga varlega til jarðar að mati Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar er haft eftir Sigurborgu að málið sé svolítið snúið. Hún segist óttast ef fyrirtæki á borð við Uber hefji starfsemi í Reykjavík muni það leiða til meiri umferðar.

„Það er mjög gott að fá betri nýtingu á hverju farartæki fyrir sig en það er hins vegar ekki gott fyrir borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ef umferðin er að fara að aukast vegna tilkomu þessara fyrirtækja. Það hefur sýnt sig að það hefur gerst í öðrum borgum.“

Fyrir borgina snúist þetta um að minnka umferð svo hægt verði að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um minni útblástur. Einnig komi landnotkun þarna inn í því það sé hagkvæmt að hafa færri bílastæði og þar með ná betri nýtingu á plássi í borginni. Uber geti komið að gagni við að ná þessum markmiðum en geti einnig aukið umferð er haft eftir Sigurborgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?