fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Mikil fjölgun í kennaranám, sérstaklega hjá körlum: „Sérlega ánægjulegt að merkja þessa aukningu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 16:30

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsóknum um kennaranám fjölgar verulega milli ára, alls um rúmlega 200 í háskólunum fjórum sem bjóða upp á kennaranám hér á landi. Hlutfallslega er fjölgunin mest hjá Listaháskóla Íslands þar sem umsóknum um nám í listkennsludeild fjölgaði um 170%, heilt yfir var 28% fjölgun umsókna í grunn- og meistaranám á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og fjölgaði umsækjendum einnig hjá Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri.

Helmingi fleiri karlar sóttu um grunnskólakennaranám á grunn- og framhaldsstigi í Háskóla Íslands en í fyrra, alls 121, og karlkyns umsækjendur í nám í leikskólakennarafræðum eru þrefalt fleiri en árið áður, alls 23.

„Það er sérlega ánægjulegt að merkja þessa aukningu hjá skólunum og ekki síst að fregna að karlkyns umsækjendum í kennaranám fjölgar umtalsvert, og að heilt yfir sé góð ásókn í nám í leikskólakennarafræðum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. „Þetta er árangur samstarfs margra aðila, við erum að hefja ákveðna vegferð til þess að efla umgjörð um kennarastarfið og ég er þakklát öllum sem leggjast þar með á árar.“

Í vor kynnti ráðherra aðgerðir sem miða að fjölgun kennara en þær voru unnar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Háskólann á Akureyri, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, samtökin Heimili og skóla og Samtök iðnaðarins. Aðgerðirnar eru til fimm ára og gera áætlanir fyrir að umfang þeirra nemi 1,5 milljarði kr. á tímabilinu.

Í aðgerðunum felst meðal annars að frá og með næsta hausti býðst leik- og grunnskólakennaranemum á lokaári launað starfsnám. Þá geta nemendur á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi sótt um námsstyrk til að sinna lokaverkefnum sínum samhliða launuðu starfsnámi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitir enn fremur styrki til að fjölga kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn. Umsóknum um nám slíkra leiðsagnarkennara hefur fjölgað um 100% milli ára samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands.

„Leiðsagnakennarar taka á móti nýjum kennurum sem koma til starfa innan skólanna, styðja nýliða í starfi og stuðla við símenntun og faglegri þróun. Þeir eru lykilfólk í skólakerfinu því með störfum sínum hafa þeir gríðarleg margfeldisáhrif – með því að efla einn kennara er stuðlað að árangri og vellíðan ótal nemenda,“ segir ráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?