Fimmtudagur 05.desember 2019
Eyjan

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur umræða um innleiðingu þriðja orkupakkans stóð til klukkan 6.18 í morgun á Alþingi, en þingmenn Miðflokksins héldu uppi málþófi í alla nótt um málið, en þeir, ásamt Flokki fólksins, eru alfarið á móti innleiðingunni.

Nokkrir þingmenn Miðflokksins voru enn á mælendaskrá þegar umræðum var frestað í morgun, en fimm þeirra sátu fyrir á mynd í morgun og birtu á samfélagsmiðlum, þreytulegir nokkuð.

Á Facebooksíðu Miðflokksins segir að þetta hafi verið lengsti samfelldi þingfundur (málþóf) Íslandssögunnar, og einnig sá sem lengst hafi náð fram á morgun:

„Fimm þingmenn Miðflokksins kl. 06:30 eftir að hlé var gert á umræðu um 3. orkupakkann.

Enn hafa ekki fundist dæmi um að þingfundur hafi staðið eins lengi fram á nótt/morgun og ekki heldur um eins langa samfellda umræðu.

Þó voru þeir rétt að byrja.“

Málþóf ekki málfrelsi

Líklega hefur Helga Bernódussyni, fráfarandi skrifstofustjóra Alþingis ekki verið skemmt yfir þessu uppatæki Miðflokksins, en hann greindi frá því í ræðu á dögunum, að réttast væri að leggja málþóf af, þar sem það ætti ekkert skylt við málfrelsi; ekki frekar en „nauðgun við kynfrelsi“, en Helgi fékk skammir fyrir frá femínistum fyrir þá líkingu sína.

Sjá nánar: Skrifstofustjóri Alþingis vill banna málþóf:„Á ekkert skylt við málfrelsi, ekki frekar en nauðgun við kynfrelsi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“
Eyjan
Í gær

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“