fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Björn segir Steingrím skorta lipurleika í samskiptum: „Þetta er skrýtið eins og ýmislegt fleira“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er skrýtið eins og ýmislegt fleira í forsetastjórn Steingríms J. Sigfússonar“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun forseta Alþingis að setja ekki utanflokksþingmennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason á mælendaskrá við upphaf þingsins á mánudag. Þingmennirnir voru reknir úr Flokki fólksins vegna trúnaðarbrests, líkt og fram kom á hljóðupptöku Báru Halldórsdóttur á Klaustri bar, en kusu að starfa áfram sem þingmenn utan flokka. Sögðust þeir báðir hafa tjáð forseta Alþingis að þeir hygðust vera í samstarfi og báðu um að tillit yrði til þess tekið í störfum þingsins, til dæmis er varðar ræðutíma.

Björn nefnir að skrifstofa Alþingis hefði tjáð þeim Ólafi og Karli að þeir fengju fimm mínútur í ræðustól Alþingis á mánudag:

„Þegar á reyndi hefði Steingrímur J. Sigfússon þingforseti ekki sett þá á mælendaskrána. Steingrímur J. sagðist ekki hafa fengið nein boð um að þeir félagar hefðu beðið um orðið!“

Þetta segir Björn vera skrýtið og nefnir önnur dæmi um stjórnunarhætti Steingríms:

„Hann sat undir ámæli í sumar fyrir hvernig hann hélt á boðinu til Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins. (Viðbrögð sumra þingmanna við komu hennar voru í svipuðum dúr og kvartanir innan Seðlabanka Íslands vegna listaverka Gunnlaugs Blöndals.) Hann klúðraði málskoti vegna bar-samtals sex þingmanna til siðanefndar alþingis og boðaði síðan leið út úr klúðrinu sem er ekki minna klúður. Hann skortir lipurleika til að koma til móts við þingmenn utan flokka sem fara ekki fram á annað en að fá að vera á mælendaskrá með fulltrúum þingflokka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?