fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Eyjan

Vilja að skýrslan verði dregin til baka og unnin upp á nýtt

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 21. janúar 2019 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Landverndar mótmælir harðlega málflutningi sem fram kemur í  nýrri  skýrslu  Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hvalveiðar. Er farið þess á leit að skýrslan verði dregin til baka, þar sem fráleitt sé að líkja náttúruverndarsamtökum við hryðjuverk og vistfræðilegar forsendur séu úreltar.

„Í fyrsta lagi eru þær forsendur sem skýrsluhöfundur gefur sér í útreikningum sínum af vistfræðilegum toga og þar með langt utan hans fagsviðs. Margir vistfræðingar telja þessar forsendur úreltar. Í öðru lagi er fráleitt að spyrða saman náttúruverndarsamtök og hryðjuverk almennt og ekki síst í „faglegri“ skýrslu sem fjallar um hvalveiðar, hvað þá að hvetja til lagasetningar um hryðjuverk í samhengi við baráttu fyrir verndun umhverfisins. Raunveruleg hryðjuverk beinast að því að drepa almenna borgara í þágu tiltekins málstaðar. Barátta náttúruverndarsamtaka er friðsamleg. Í þriðja lagi er sú ógn sem að okkur steðjar vegna rányrkju manna raunveruleg og þessi ógn kristallast í baráttu náttúruverndarsamtaka fyrir verndun hvala,“

segir í tilkynningu frá stjórn Landverndar, sem fer fram á að skýrslan verði dregin til baka og hún unnin upp á nýtt í samráði við vistfræðinga.

Skýrslan hefur vakið miklar deilur en í henni kemur fram að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að halda áfram hvalveiðum og skynsamlegt gæti verið að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna. Þá er einnig lagt til að strangari reglur verði settar um hvalaskoðun, til að tryggja að þeir verði fyrir sem minnstri truflun og hafi ekki áhrif á fjölda þeirra á skoðunarsvæðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún komin með nóg af bókhaldslykla-kraðaki og segir að borgin eigi ekki að rannsaka sig sjálf í umdeildu málunum

Kolbrún komin með nóg af bókhaldslykla-kraðaki og segir að borgin eigi ekki að rannsaka sig sjálf í umdeildu málunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra