fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Pólitískt eldfim einkavæðing Landsbanka

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau ummæli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, að bankinn sé tilbúinn til sölu hafa vakið nokkurn kurr.

Ríkið á 98 prósent í Landsbankanum en það er auðvitað ekki bankastjórans að ákveða hvort eða hvenær hann verður seldur, heldur er sú ákvörðun væntanlega í höndum Alþingis.

Stjórnarsáttmálinn er reyndar passlega óljós hvað þetta varðar – það er greinilegt að þar er miðlað málum milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Þar er kveðið á um hvítbók um framtíð fjármálakerfisins sem verði grundvöllur framtíðarstefnu – hún er nýlega komin út.

Tekið er fram að ríkið skuli vera leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti „einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun“.

Þess er að gæta að hvergi í nágrannalöndum eða ríkjum sem við berum okkur saman við er ríkið jafn stór eigandi að bönkum. Slíkt þekkist ekki lengur. En skýringin kemur auðvitað ekki til af góðu – ríkið fékk bankana í faðm sinn vegna bankahrunsins 2008.

En það er ljóst að andstaðan við að einkavæða bankana er mikil. Þar er bent á ýmislegt eins og til dæmis hversu herfilega tókst til við síðustu einkavæðingu, sumt þar virðist beinlínis hafa verið glæpsamlegt. Það er semsagt uppi grunur um að íslenskum stjórnmálamönnum sé ekki treystandi fyrir þessu verkefni. Þetta segir sína sögu um vantraustið til stjórnmálanna á Íslandi.

Á móti kemur að tæplega er hægt að segja að bankakerfið þjóni okkur Íslendingum sérlega vel. Það er of stórt, of dýrt, kostnaðurinn er alltof mikill, vextirnir alltof háir, alltof mikið verið að reyta fé af viðskiptavinunum.

Miðað við nágrannalöndin erum við með hrikalega lélegt fjármálakerfi – burtséð frá því að bankarnir teljast núorðið vera vel fjármagnaðir og litlar líkur á að þeir fari í þrot. En þeir sinna illa hlutverki sínu gagnvart neytendum, sjálfum viðskiptavinunum. Svoleiðis vill oft gleymast á Íslandi.

Við höfum semsé vonda reynslu af einkavæddum bönkum en líka af ríkisbönkum.

Þetta er eldfimt pólitískt mál. VG samþykkti á landsfundi fyrir fáum árum að flokkurinn væri andvígur því að selja Landsbankann. Þar var lagt til að honum yrði breytt í „samfélagsbanka“. En svo má reyndar spyrja – hvað er samfélagsbanki? Voru sparisjóðirnir sem hrundu eins og spilaborgir kringum hrunið til dæmis einhvers konar samfélagsbankar?

Svo er spurningin – hverjir vilja eiga íslenska banka og  hverjir eru hæfir til þess? Annað eins samansafn af óhæfum eigendum og raðaðist í bankana í síðustu einkavæðingu hefur varla sést. Hafa lífeyrissjóðir áhuga – þar skortir ekki fé? Arion banki er nú að miklu leyti í eigu erlendra aðila – viljum við það?

(Myndin er af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans sem rísa brátt.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“