fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Eyjan

Utankjörfundarkosning erlendis hafin

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd-Stjórnarráðið

Kosning utan kjörfundar erlendis vegna sveitastjórnarkosninga  26. maí 2018 er hafin.

Kjörstaðir eru allar sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofur í New York, Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk ásamt skrifstofum 215 kjörræðismanna víða um heim.

Sendiskrifstofur Íslands erlendis eru að jafnaði opnar kjósendum á venjulegum opnunartíma og í einstökum tilvikum utan hans. Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vef viðkomandi sendiráðs.
Kjósendur skulu hafa samband við kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Staðsetningar sendiskrifstofa og ræðismanna eru á vef ráðuneytisins.

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.

Þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis lengur en frá 1. desember 2008 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Eyðublað vegna þessa má nálgast á vef Þjóðskrár.

Kjósendur erlendis bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæðum sínum til skila á Íslandi. Atkvæði þarf að berast til sýslumanns eða kjörstjórnar í  sveitarfélagi kjósanda fyrir kjördag.

Eftir að kjósandi hefur greitt atkvæði hjá kjörstjóra er atkvæðið sett í kjörseðilsumslag og það límt aftur. Kjörseðilsumslagið og útfyllt fylgibréf er því næst sett í sendiumslag ætlað viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn (á skrifstofu hlutaðeigandi sveitarfélags) og lokað fyrir. Á bakhlið þess eru upplýsingar um kjósanda sem hann verður að fylla út svo atkvæðið rati á réttan stað. Vilji kjósandi ekki að nafn hans, kennitala og lögheimili á Íslandi sé sýnilegt öðrum er honum heimilt að setja þetta umslag ofan í annað og merkja það viðkomandi sýslumanni eða kjörstjórn. Hægt er að senda utankjörfundaratkvæði með pósti eða koma því á einhvern annan hátt í hendur hlutaðeigandi kjörstjórnar.

Staðsetningar sýslumanna 
Uppfletting í kjörskrá (er nær dregur kosningum)

Á vefnum kosning.is er birt upplýsingaefni bæði á íslensku og ensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit