fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Ísland aðili að alþjóðasamþykkt um farendur

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. desember 2018 17:35

Ragnhildur Arnljótsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tók þátt í afgreiðslu nýrrar samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marrakesh í Marokkó.

Samþykktin er ný alþjóðasamþykkt vegna vaxandi fólksflutninga í heiminum og fjallar hún um málefni svonefndra farenda (e. migrants) en talið er að í heiminum séu 258 milljónir farenda og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, sótti fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Í ávarpi hennar á fundinum kom m.a. fram að íslensk stjórnvöld fögnuðu sérstakri áherslu í samþykktinni á mannréttindi, kynjasjónarmið, réttindi barna og aðgerðir gegn mansali.

Í tilkynningu er markmiðið með samþykktinni sögð bæting viðbragða alþjóðasamfélagsins við vaxandi fólksflutningum. Samþykktin er ekki lagalega bindandi, en skapar samvinnugrundvöll ríkja heimsins um skipulögð og samhæfð viðbrögð. Hún tekur mið af fullveldi ríkja og undirstrikar rétt hvers ríkis til að ráða sjálft innflytjendalöggjöf og stefnu í málefnum innflytjenda. Ísland fer að dæmi Danmerkur, Noregs, Bretlands og fleiri ríkja og áréttaði túlkun Íslands á samþykktinni sérstaklega.

Samþykktin byggir á núgildandi mannréttindasamningum og um er að ræða samstöðuyfirlýsingu aðildarríkja og hvatningu til þeirra um mannsæmandi meðferð á farendum og málefnum þeirra, sem víða um heim hefur verið í miklum lamasessi. Árið 2016 samþykkti sérstakur leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna svokallaða New York-yfirlýsingu um málefni flóttafólks og farenda. Samþykktin er unnin á grundvelli þessarar yfirlýsingar. Formlegar samningaviðræður hófust í febrúar 2018 og tók Ísland þátt í þeim. Málið var kynnt í ríkisstjórn í maí síðastliðnum og utanríkismálanefnd í júnílok. Þá var málið kynnt í utanríkismálanefnd í gær í tilefni af afgreiðslu samþykktarinnar.

Ávarp ráðuneytisstjóra má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér