fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Fjárlaganefndin skellti sér á Shalimar eftir vinnu gærdagsins – „Er verið að panta öryrkjasteik?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 10:49

Bergur Þór Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. Meirihluti fjárlaganefndar. Samsett mynd/Já.is/Skjáskot af Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti fjárlaganefndar fór saman út að borða á veitingastaðnum Shalimar í Austurstræti eftir vinnu gærdagsins, Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti mynd af meirihlutanum á Facebook og sagði: „Meirihluti fjárlaganefndar er að reyna að ná áttum í lífinu!“ Viðbrögðin voru vægast sagt blendin í ljósi fréttaflutnings í gær um að til standi að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir og að hægja á framkvæmdum við nýjan Landspítala.

Sjá einnig: Ætla að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir

Því skal haldið til haga að Willum Þór Þórsson, formaður nefndarinnar, brást við fréttunum í gær og sagði við DV að miðað við tillögur nefndarinnar  séu framlög í málaflokkin aukin um 2,9 milljarða frá þessu ári og að ekki sé verið að lækka framlög til öryrkja heldur sé um að ræða minni hækkun en áður hafði verið kynnt.

Sjá einnig: Willum telur fréttir um 1.100 milljarða skerðingu á framlögum til öryrkja vera villandi

Í athugasemdunum senda flestir sem þar skrifa nefndarmönnunum, Páli, Bjarkey Olsen, Haraldi Benediktssyni, Njáli Trausta Friðbertssyni og Willum, kaldar kveðjur. Segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfbjargar og Sjálfstæðismaður, að honum sé ekki skemmt yfir tíðindum dagsins. Fleiri taka í sama streng, segir Sævar til dæmis: „Er verið að panta öryrkjasteik?“

Linda Björk segir: „Enga fleiri aðstoðarmenn, látið þá sem minna mega sin fa þessa milljarða. Leyfum þeim að njóta.“

Eiríkur segir: „Þetta er dapurlegt, flissandi yfir örlögum öryrkja. Takk fyrir mig.“

Björgvin Halldórsson söngvari slær á létta strengi og segir: „Bara salat núna strákar.“

Páll segir það misskilning að verið sé að skera niður framlög til öryrkja: „Af nokkrum sérkennilegum athugasemdum hér á þessum þræði má ráða að einhverjir halda að verið sé að skera niður framlög til öryrkja. Það er mikill misskilningur. Það er verið að auka framlög til þessa málaflokks um marga milljarða. Það verður hins vegar hliðrun í tíma á hluta útgjaldaaukningarinnar vegna þess að fyrirsjáanlegt er að tilteknar kerfisbreytingar taka gildi seinna en áætlað var.“

Bergur Þorri segir að málið snúist um lækkun úr 4 milljörðum í 2,9 til að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Páll svarar honum: „Þú veist það vinur minn að þessi breyting á fjárlagafrumvarpinu snýst bara um það hvenær líklegt er að kerfisbreytingin geti byrjað innan ársins. Heildarfjármunirnir sem eru ætlaðir í þessa aðgerð eru óbreyttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp