fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Eyjan

Karl biskup um helgidagalöggjöfina: „Lífsvörn gegn græðgi og kúgun“ – Segir Sigríði setja „þarfir viðskiptalífsins“ í forgang

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. október 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarpsdrög Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, um að leyfa böll og bingó á helgidögum, sem hingað til hefur verið óleyfilegt, leggst illa í Karl Sigurbjörnsson, biskup. Tillögurnar miða að því að afnema öll bönn við helgidagafrið, með þeirri undantekningu þó að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu og annað helgihald með hávaða eða háttsemi sem andstæð er helgi viðkomandi athafnar. Helgidagarnir verða áfram þeir sömu og verið hafa, en upptalning þeirra verður felld úr lögum.

Jólafriðurinn fokinn

Karl segir friðinn vera úti og rifjar upp ástæðu helgidagalöggjafarinnar:

„Nú er stefnt að því að afnema það litla sem eftir er af helgidagalöggjöfinni. Nú fær jólafriðurinn að fjúka. Helgidagalöggjöfin á rætur í hvíldardagsboði Biblíunnar. Hvíldardagsboð Biblíunnar er lífsvörn gegn græðgi og kúgun. Þá skyldi allt fá að hvílast, menn og skepnur og jörðin sjálf. Þannig vildi Guð koma í veg fyrir að streytan og græðgin næði yfirhöndinni og kæfði umhyggjuna.“

Hvað verður um helgidagaálagið ?

Þá segir Karl að þetta gæti haft áhrif á kjarasamninga, verið sé að þjónka við þörfum viðskiptalífsins:

„Nú fá þarfir viðskiptalífsins algeran forgang. Og það þarf enginn að segja að afnám helgidagalöggjafarinnar muni ekki hafa áhrif á kjarasamninga. Hvers vegna ætti þá að hafa helgidagaálag ef allir dagar eru jafnir?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin