fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum frestað um fjóra mánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Miðað við þetta ætti að vera unnt að taka nýja sjúkrabíla í notkun fyrir lok næsta árs, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur annast útvegun og rekstur sjúkrabíla og búnaðar fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning.

Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins.

Vilja 25 nýja sjúkrabíla

Í mars á þessu ári, í kjölfar viðræðna við velferðarráðuneytið, tilkynnti RKÍ að hann segði sig frá rekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup.

Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015.

Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa enn yfir við RKÍ um breytt fyrirkomulag en þar sem niðurstaða hefur ekki náðst hefur ofangreind ákvörðun verið tekin um frestun útboðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“