fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Karl Óttar Pétursson ráðinn bæjarstjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 15:06

Bæjarráð Fjarðabyggðar ásamt nýjum bæjarstjóra, Karli Óttari Péturssyni. Frá vinstri: Dýrunn Pála Skaftadóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Karl Óttar Pétursson, Rúnar Gunnarsson og Jón Björn Hákonarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi bæjarráðs í morgun var gengið frá ráðningu Karls Óttars Péturssonar í starf bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Þetta kemur fram á vef Fjarðabyggðar. Karl Óttar er 47 ára gamall og hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður lögfræðisviðs Arion banka.

Karl Óttar lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, með heimspeki sem aukagrein. Árið 2002 lauk Karl svo embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og hlaut árið 2011 löggildingu sem héraðsdómslögmaður.

Karl Óttar hefur starfað hjá Héraðsdómi Vestfjarða, Kaupþingi og nú síðast sem forstöðumaður lögfræðisviðs hjá Arion banka. Karl Óttar hefur frá árinu 2014 verið framkvæmdastjóri rokkhátíðarinnar Eistnaflugs og hefur því góða tengingu við samfélagið í Fjarðabyggð.

Umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra Fjarðabyggðar rann út á þriðjudag. Umsækjendur voru níu talsins en tveir drógu umsókn sína tilbaka.

Umsækjendur voru eftirtaldir:

Ármann Halldórsson

Gísli Halldór Halldórsson

Guðmundur Helgi Sigfússon

Karl Óttar Pétursson

Sigurður Torfi Sigurðsson

Snorri Styrkársson

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu