fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Vinstri græn vandræði

Egill Helgason
Föstudaginn 1. júní 2018 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn eru í heldur erfiðri stöðu. Þau töpuðu stórt í kosningunum á laugardaginn – eru taparar kosninganna. Til vinstra við þá er kominn upp rótttækur vinstri flokkur sem vill ekki gera neinar málamiðlanir. Sósíalistar urðu stærri en VG í höfuðborginni. Sigrar í litlum sveitarfélögum úti á landi vega ekki upp á móti þessu, þótt heyra mætti það á talsmönnum VG. Teikn eru á lofti um að seta í ríkisstjórn gæti stórlaskað VG.

Örfáum dögum eftir kosningarnar eru þingmenn VG svo settir í þá stöðu að mæla fyrir lækkun auðlindagjalds á Alþingi. Þetta er lagt á atvinnuveganefnd, þar sem Lilja Rafney Magnúsdóttir,  þingmaður VG vestan af fjörðum, er formaður, er þó augljóslega að undirlagi ríkisstjórnarinnar. Hefði kannski verið nær er Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra eða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mælt fyrir frumvarpinu – báðir úr Sjálfstæðisflokki.

Það er ekki að efa að staðan í útgerðinni er lakari en hefur verið undanfarin ár. Raunar er það svo að veiðigjaldið leggst misþungt á fyrirtækin eftir stærð þeirra og stöðu. Þar hefur Lilja Rafney mikið til síns máls – og samþjöppun í sjávarútvegi er vandamál.

En það er lika svo að útflutningsgreinarnar á Íslandi eru í vandræðum, það er langt í frá bundið við sjávarútveginn. Þar er stærsti áhrifavaldurinn gengi krónunnar. Það má helst ekki ræða innan stjórnarflokkanna, því viðhorf þeirra er að krónan sé besti hugsanlegi gjaldmiðill. Það er jú alltaf hægt að fella hana þegar allt er í óefni komið – eins og svo oft í íslenskri hagstjórn.

Hér má benda á fróðlega grein sem Ole Anton Bieltved skrifar í Fréttablaðið í dag, hann byrjar að leggja út af hópuppsögnum í prentsmiðjunni Odda en fjallar svo um „uppdópað krónugengi“ og tengingu þess við hina háu vexti í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“