fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Ármann breytir frægasta slagorði Kópavogs í óþökk Gunnars Birgissonar – „Mér fannst nú gamla slagorðið betra“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 08:35

Samsett mynd-Eyjan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slagorð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitastjórnarkosningar gæti hljómað einkennilega í eyrum kjósenda þetta árið. Allir þekkja slagorðið „Það er gott að búa í Kópavogi“  sem Gunnar I.Birgisson gerði ódauðlegt fyrir kosningarnar 1994 og hefur lifað góðu lífi síðan.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn, með bæjarstjórann Ármann Kr. Ólafsson í broddi fylkingar, breytt þessu frægasta slagorði bæjarins og þó víðar væri leitað, í „Það er snjallt að búa í Kópavogi“.

Þetta má sjá á Facebooksíðu Sjálfstæðisfélags Kópavogs.

Eyjan lætur lesendum sínum eftir að dæma um ágæti þessa uppfærða slagorðs, en Gunnar Birgisson hefði þó kosið að hið upprunalega slagorð hefði verið látið standa:

„Mér fannst nú gamla slagorðið betra og finnst óþarfi að vera að breyta þessu,“

sagði Gunnar við Eyjuna, en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið þegar Ármann Kr. Ólafsson bar á góma.

Þeir Gunnar og Ármann Kr. hafa eldað grátt silfur saman í pólitík, þrátt fyrir að vera báðir Sjálfstæðismenn. Svo virðist sem að Ármann hafi ekki fengið leyfi hjá Gunnari fyrir notkuninni, en hvort slík slagorð falli undir höfundarrétt er eflaust lögfræðilegt álitaefni.

Upprunalega slagorðið var samið af þeim Gunnari og Jóni Kristni Snæhólm fyrir sveitastjórnarkosningarnar 1994. Í ævisögu sinni, sem kom út fyrir síðustu jól, segir Gunnar að það hafi tekið hann um 50-60 tilraunir að lesa slagorðið inn á auglýsinguna:

„Það er ekki sama hvernig þetta er gert, segja sérfræðingarnir“

segir í bókinni.

 

Hvort slagorðið hitti í mark hjá kjósendum er síðan önnur saga, en samkvæmt nýrri könnun er flokkurinn sá stærsti í Kópavogi, með um 36 prósenta fylgi og fimm menn inni og  gæti því haldið meirihluta sínum ef þetta yrði niðurstöður kosninga, með BF/Viðreisn, en flokkarnir fengu samtals sex fulltrúa af ellefu í könnuninni.

Hvort nýja slagorðið verði til þess að auka, eða minnka fylgi flokksins verður hinsvegar að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér