fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Franskar forsetakosningar í skugga hryðjuverkaógnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér má sjá lögreglumenn að vakta mótmæli á mánudaginn gegn stefnu Mariane Le Pen. Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er nú í Frakklandi þar sem yfirvöld óttast hryðjuverk í tenglum við forsetakosningarnar. Fyrri umferð þeirra fer fram á sunnudag. Mynd/EPA

Næstkomandi sunnudag 23. apríl fer fyrri umferð forsetakosninga fram í Frakklandi. Þennan dag mun helsta lýðræðisríki Evrópu líta út eins og hernumið land í stríði.

Hryðjuverkaóttinn hvílir eins og mara yfir Frakklandi og gerir það að verkum að gríðarleg öryggisgæsla verður um land allt.

Norska dagblaðið Aftenposten skrifar að meira en 50 þúsund hermenn verði kallaðir út til gæslu við kjörstaði sem eru um 67 þúsund talsins. Þessi liðsafli er hrein viðbót við þær þúsundir hermanna og öryggislögreglumanna sem þegar eru við störf í Frakklandi.

Óttinn við hryðjuverk í tengslum við kosningarnar hefur ekki minnkað við það að í gær voru tveir menn handteknir í Marseille-borg við Miðjarðarhafið. Reuters-fréttastofan greinir frá því að við leit í íbúð þeirra hafi fundist skotvopn og þrjú kíló af sprengiefni. Mennirnir eru taldir öfgaíslamistar sem styðji hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við hið svokallaða Íslamska ríki (IS). Grunur leikur á að þeir hafi ætlað að fremja hryðjuverk nú í aðdraganda fyrri umferðar forsetakosninganna á sunnudag.

Miklar öryggisráðstafanir eru við kosningafundi. Lífverðir gæta allra forsetaframbjóðendanna alla tíma sólarhings. Aftenposten greinir frá því að lögreglumenn í fullum stríðsbúnaði séu ávallt til staðar á kosningafundum Marine Le Pen fulltrúa þjóðernissinna. Fólk verður að ganga gegnum málmleitartæki á leið inn á fundina og strangar reglur gilda um það hvað fólk má hafa með sér. Nokkrum fundum Le Pen hefur verið aflýst þar sem ekki var talið að hægt væri að gæta nægs öryggis. Um páskana var einum kosningafundi íhaldsmannsins Francois Fillons aflýst vegna sprengjuhótunar. Beinar hótanir hafa borist um árásir á Le Pen, Fillon og Emmanuel Macron frambjóðanda miðjuaflanna.

Enn í dag eru neyðarlög í gildi sem frönsk stjórnvöld virkjuðu í kjölfar hryðjuverkanna í nóvember 2015. Þá voru 130 manneskjur myrtar í fjölda árása. Á síðustu tveimur árum hafa um 230 manns týnt lífi í hryðjuverkaárásum í Frakklandi. Aukinheldur skipta þau mörgum hundruðum sem hafa hlotið sár og örkuml. Matthias Fekl dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir að nú ríki viðvarandi mikil hryðjuverkaógn í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?