fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Yfirlýsing Zuckerbergs og ótrúleg völd Facebook

Egill Helgason
Föstudaginn 17. febrúar 2017 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur farið jafn illa með hefðbundna fjölmiðla og Facebook – og þarmeðtalda fjölmiðla sem starfa á netinu. Facebook hefur líka grafið undan fjölmiðlun með útbreiðslu rangra og villandi frétta og með myndun þess sem kallast bergmálsherbergi. Almennt er farið að viðurkenna að þetta sé stórt vandamál – lýðræðissamfélag þrífst ekki án þess að borgararnir séu þokkalega upplýstir og víðsýnir. Notendur Facebook eru sagðir vera 1,9 milljarðar. Allir fjölmiðlar heimsis eru dvergar miðað við þetta.

Önnur áhrif Facebook (og Google) má finna í auglýsingum. Í grein í The Atlantic er því haldið fram að 85 prósent af auglýsingatekjum á internetinu í Bandaríkjunum fari nú í gegnum þessi risafyrirtæki. Aftur eiga fjölmiðlar í vök að verjast, ekki síst þeir sem leggja áherslu á heimildarvinnu og sjálfstæða öflun upplýsinga. Þeir berjast í bökkum og neyðast líka til að spila með í Facebook-veruleikanum sem gengur út á hröð skilaboð og öra smelli.

Þess vegna er ansi merkilegt að skoða sex þúsund orða yfirlýsingu Marks Zuckerberg, stofnanda Facebook. Enginn hefur jafnmikil áhrif á upplýsingaflæðið í veröldinni. Zuckerberg talar sem fylgismaður hnattvæðingar, um nauðsyn samstöðu meðal mannkyns en ekki bara innan þjóða eða borga.

Hann ávarpar meira að segja lesendurna, Facebook-notendurna, sem „samfélag okkar“. En hann viðurkennir að Facebook byggir á stuttum og samþjöppuðum upplýsingum, þetta ýti undir einföld viðhorf, vinnur á móti blæbrigðum. Þrátt fyrir þessa draumsýn um sameinað mannkyn (á Facebook væntanlega) myndast bólur og bergmálsherbergi á Facebook þar sem fólk heyrir ekki í öðrum en sjálfu sér og þeim sem hafa svipaðar skoðanir. Því verður ekki neitað að öfgar og hatur hafa fundið vettvang á Facebook – innan um fjölskyldumyndir og kettlinga.

Zuckerberg talar um að í framtíðinni verði hægt að nota gervigreind til að greina færslur og upplýsingar á Facebook, til dæmis hvort þar er hvatning til ofbeldis eða hatursumræða. Þetta muni geta gerst á næstu árum. Annað sem Facebook hefur á prjónunum er að ganga úr skugga hvort fólk hefur lesið fréttir áður en það deilir þeim til að draga úr útbreiðslu falskra frétta og smellubeita.

Zuckerberg talar líka um nauðsyn þess að efla virkni í nærsamfélögum og segist vilja styðja fjölmiðla. Það er ekki vanþörf á, en áleitin spurning hvernig það getur orðið. Fjölmiðlarnir ekki bara smáir og veikir miðað við Facebook, heldur líka sífellt háðari risafyrirtækinu um að dreifa efni sínu.

Vald fyrirtækis Zuckerbergs er ótrúlegt. Við höfum aldrei séð neitt líkt þessu á jörðinni. Það er mikilvægt að rýna í yfirlýsingu hans – hvað meinar hann og hverjar eru hugsanlegar efndir? Þarf ef til vill að koma böndum á Facebook? Ein kenningin er reyndar sú að Zuckerberg ætli sér að fara út í pólitík, jafnvel sem forsetaframbjóðandi. Það er þó ekki víst að hann þurfi það, þessi ungi maður hefur þegar gríðarlegt ríkidæmi – og ótrúleg völd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“