
Á forsíðu Vísis voru áðan fjórar fréttir um aðganginn sem Bjarni Benediktsson mun hafa stofnað á misheppnaðri dónasíðu.
Á forsíðu DV voru þrjár fréttir.
Stundin nálgast þetta af mikilli alvöru, eins og hér sé rúm fyrir mikla rannsóknarblaðamennsku, segir að ummæli eiginkonu Bjarna séu ekki í samræmi við „gögn af framhjáhaldssíðu“.
Við getum fylgst með þessu af ákafa og óstjórnlegri forvitni í dag, þurfum endilega að láta leiða okkur í allan sannleika um þetta, en svo gleymist það.
Auðvitað kemur okkur þetta nákvæmlega ekkert við, en þessar fréttir tóku við af flóttamannafréttunum sem voru allsráðandi í gær. Og það verður eitthvað annað á morgun.