fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Innflytjendur og lífskjörin – íhlutun í Sýrlandi

Egill Helgason
Mánudaginn 31. ágúst 2015 07:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verður séð að lífskjör þjóða versni við að taka á móti innflytjendum. Það er eiginlega þvert á móti – kakan stækkar, eins og það er stundum orðað í umræðum um hagstjórn. Fyrstu kynslóðar innflytjendur hafa tilhneigingu til að safnast saman í ákveðnar starfsgreinar sem innfæddir vilja oft ekki sinna eða líta jafnvel niður á. Þrif, umönnunarstörf, verksmiðjustörf, verslun og veitingarekstur.

Við getum nefnt Svíþjóð, Danmörku og Kanada – lönd þar sem ríkir dæmalaus velmegun – við höfum varla nein dæmi í sögunni um svo almenna velmegun. Þetta eru ríki sem hafa tekið á móti miklum fjölda innflytjenda. Kanada er reyndar byggt um á innflytjendum, þar voru ekki fyrir nema þeir sem kallast frumbyggjar eða fyrstu þjóðirnar. Kanadamenn taka að meðaltali við um 250 þúsund innflytjendum á ári.

„If you break it, you own it,“ var haft eftir Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á tíma Íraksstríðsins. Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak með atbeina viljugra þjóða eins og Íslands. Nú má ljóst vera að þetta var eitthvert dæmalausasta feigðarflan í sögu mannkyns, gæti verið kafli í bókinni Framrás heimskunnar eftir Barbara Tuchman. Árásaraðilunum í þessu stríði hefur heldur ekki tekist að lifa eftir orðum Powells. Styrjöldin gat af sér blóðugt borgarastríð í Írak sem síðan færðist yfir til Sýrlands – þar sem ástandið hefur orðið ennþá verra.

Milli þriðjungur og helmingur íbúa Sýrlands er á flótta undan stríðinu. En vestrænar þjóðir eru ráðalausar, þær geta ekki sett saman það sem þær brutu. Hernaðarleg inngrip eru mjög fálmkennd, felast einkum í loftárásum sem virðast ekki hafa sérlega mikil áhrif. Spyrja má hvort þarna sé ekki átakasvæði sem kallar á alvöru hernaðarlega íhlutun. Slíkt er hins vegar mjög óvinsælt eftir tíma Íraksstríðsins – jú, eiginlega óhugsandi. Um tíma heyrðist hugtakið „mannúðleg hernaðaríhlutun“ oft, en svo er ekki lengur. Sumir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum eru stóryrtir, en í raun leggur enginn neitt slíkt til í alvöru. Á meðan aukast þjáningar íbúa Sýrlands og æ fleiri leggja á flótta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum