fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025

Kona eignaðist tvö börn með 11 vikna millibili

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Kazakhstan eignaðist tvíbura, stelpu og strák. Börnin fæddust með 11 vikna millibili, sem er mjög sjaldgæft.

Liliya Konovalova, 29 ára, er með uterus didelphys, eða tvöfalt leg. Liliya eignaðist sitt fyrsta barn í maí, en þurfti að bíða í ellefu vikur eftir að annað barn hennar kæmi í heiminn. RT greinir frá.

Þann 24. maí kom dóttir hennar í heiminn en drengurinn var ekki tilbúinn fyrr en 9. ágúst.

„Sonur minn var ekkert að drífa sig að koma í heiminn,“ segir Liliya við RT.

Stúlkan fæddist sem fyrirburi, eftir aðeins 25 vikna meðgöngu og var rétt undir 900 grömmum. Þegar drengurinn fæddist, 11 vikum seinna, var hann um 2,9 kíló, meira en þrisvar sinnum þyngri en systir sín.

Liliya Konovalova.

Heilbrigðisráðuneyti Kazakhstan greindi frá fæðingu tvíburanna á Facebook og segja að móður og börnum heilsast vel.

Liliya er með tvöfalt leg sem er mjög sjaldgæft heilkenni sem hefur áhrif á 0,5-5 prósent kvenna í heiminum samkvæmt tölum frá NCBI.

Konur með tvöfalt leg eiga meiri líkur á að eignast fyrirbura, andvana börn eða missa fóstur.

„Þökk sér læknum okkar þá höfðum við betur, það sem þeir gerðu var kraftaverk. Börnin mín eru núna um þrjú kíló og við erum að gera okkur klár að fara heim af spítalanum,“ segir Liliya.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Banaslys í Mosfellsbæ
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“

Össur bendir á manninn sem gæti reist VG við – „Hann er maður að mínu skapi“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Ég dó næstum því 500 sinnum“

„Ég dó næstum því 500 sinnum“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Fjölskylduferð til Víetnam breyttist í martröð: Berst fyrir lífi sínu eftir einfalda fegrunaraðgerð

Fjölskylduferð til Víetnam breyttist í martröð: Berst fyrir lífi sínu eftir einfalda fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“