fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Segir að Rússar eigi í miklum vanda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 07:00

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar glíma nú við fjölda stórra vandamál, bæði hvað varðar hernað og efnahag. Þessi vandamál eru hugsanlega svo alvarleg að þau ógna getu landsins til að há stríð í Úkraínu.

Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) en hún sendir frá sér daglegar greiningar á gangi stríðsins í Úkraínu.

Hugveitan segir að þessi vandamál geti ýtt undir að rússnesk stjórnvöld vilji semja um vopnahlé eða jafnvel frið.

ISW vísar til skýrslu frá Odni, þar sem kemur fram að Rússar hafi „orðið fyrir miklu tjóni í Úkraínu og að þeir þurfi að berjast með illa þjálfuðum nýliðum“.

Bandaríski hershöfðinginn Christopher Cavoli, yfirmaður bandaríska heraflans í Evrópu, hefur látið hafa eftir sér að Rússar hafi misst rúmlega 4.000 skriðdreka í Úkraínu. Hann sagði einnig að Rússar hafi átt 13.000 skriðdreka þegar stríðið hófst en nú séu þeir nærri því að eiga ekki lengur neina skriðdreka á lager.

Hann benti einnig á að Rússar hafi aukið framleiðslugetu sína á sprengjum, flugskeytum og drónum og að þeir séu að undirbúa sig undir að halda áfram sóknaraðgerðum í Úkraínu eða gera árás á NATÓ-ríki í framtíðinni.

Í skýrslunni kemur einnig fram að rússneskt efnahagslíf eigi í miklum vanda. Aðaláherslan er á hergagnaframleiðslu en það er á kostnað almenna geirans og að það geti orðið erfitt fyrir Rússa að laga þetta ójafnvægi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga