fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Besta deildin: Tveir KR-ingar fengu rautt á Akureyri

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. apríl 2025 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA 2 – 2 KR
0-1 Luke Rae(’11)
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson(’25)
2-1 Hans Viktor Guðmundsson(’32)
2-2 Jóhannes Kristinn Bjarnason(’43)

Næst síðasti leikur helgarinnar í Bestu deildinni var nokkuð fjörugur en spilað var á Akureyri klukkan 16:15.

Það var KR sem kom í heimsókn en fjögur mörk voru skoruð í leiknum sem lauk með 2-2 jafntefli.

Það var hiti í leiknum en Aron Sigurðarson fékk að líta rautt spjald undir lok leiks fyrir að slá til Andra Fannars Stefánssonar.

Annar leikmaður KR, Hjalti Sigurðsson, fékk svo rautt spjald á lokasekúndunum en hann safnaði tveimur gulum spjöldum.

Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum en KR komst yfir áður en heimamenn tóku forystuna.

Jóhannes Kristinn Bjarnason sá um að tryggja KR-ingum stig á markamínútunni, þeirri 43.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur